Lífið

Úrsusinn belgdur út af banönum

Bananaát Hjalta úrsuss Fyrsti þáttur Mónitors fer í loftið á Skjá einum í kvöld og þetta verður meðal atriða: Steindi Jr. treður banönum í kraftajötun.
Bananaát Hjalta úrsuss Fyrsti þáttur Mónitors fer í loftið á Skjá einum í kvöld og þetta verður meðal atriða: Steindi Jr. treður banönum í kraftajötun.

„Þetta er náttúrulega mjög dularfullt. Af hverju skyldi jafn öflugur rumur og Hjalti Úrsus láta þennan dreng troða upp í sig banana?“ spyr Atli Fannar Bjarkason ritstjóri tímaritsins Mónitors.

Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að tímaritið Mónitor væri að sjónvarpsvæðast að einhverju leyti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á Skjá einum í kvöld og er mikil spenna ríkjandi í herbúðum þeirra sem að koma. Umsjónarmaður er Erna Bergmann sem lét þess svo getið í samtali við blaðið að þetta væri nákvæmlega það sem vantaði í íslenskt sjónvarp. Í kvöld ætti að koma í ljós hvort hún hefur rétt fyrir sér og hvort sjónvarpsáhorfendur eru sammála henni.

Atli Fannar sjálfur verður með innslög í þáttunum í líkingu við það sem margir kannast við úr The Daily Show. Og svo er það Net-grínarinn og rapparinn, hinn dularfulli Steindi jr., sem verður með atriði í hverjum þætti að hætti hússins.

Fréttablaðið komst yfir mynd úr atriði þar sem hann lætur til sín taka. „Já, þarna er Mosfellsbæjarhetjan Steindi jr. að mata kraftajötuninn Hjalta Úrsus. Ég get ekki sagt þér nákvæmlega hvað er í gangi. Það verður að koma í ljós á morgun,“ segir Atli Fannar dularfullur í bragði.- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.