Lífið

Amy gefur út plötur

Söngkonan Amy Winehouse hefur komið á fót sínu eigin útgáfufyrirtæki sem ber nafnið Lioness og hyggst gefa út tónlist þrettán ára gamallar guðdóttur sinnar. Winehouse þykir guðdóttirin, Dionne Bromfield, hafa einstaka rödd og er viss um að hún muni hljóta skjótan frama í tónlistarheiminum.

„Þegar ég heyrði Dionne fyrst syngja trúði ég ekki mínum eigin eyrum. Hún er með alveg einstaka rödd miðað við ungan aldur. Hún er mun betri en ég var á hennar aldri og ég er ákaflega stolt af henni," sagði söngkonan í viðtali við The Sun.

Á væntanlegri plötu mun sú stutta syngja gömul og þekkt lög í nýjum búningi og má þar nefna lög á borð við Ain't No Mountain High Enough og My Boy Lollipop.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.