Lífið

Starfsmenn Nýja Kaupþings styrktu krabbameinssjúk börn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðrún Elín Ingvarsdóttir varaformaður starfsmannafélags Nýja Kaupþings, stillti sér upp fyrir ljósmyndara við afhendingu söfnunarfjárins. Henni til vinstri handar standa Svava Halldóra Friðgeirsdóttir formaður starfsmannafélags Nýja Kaupþings, Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir forsvarskonur átaksins Á allra vörum.
Guðrún Elín Ingvarsdóttir varaformaður starfsmannafélags Nýja Kaupþings, stillti sér upp fyrir ljósmyndara við afhendingu söfnunarfjárins. Henni til vinstri handar standa Svava Halldóra Friðgeirsdóttir formaður starfsmannafélags Nýja Kaupþings, Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir forsvarskonur átaksins Á allra vörum.
Formaður starfsmannafélags Nýja Kaupþings afhenti í dag forsvarsmönnum átaksins á Allra vörum tæplega ellefu hundruð þúsund krónur að gjöf frá starfsfólki bankans.

Gríðarlega góð þátttaka var í átakinu en tæplega helmingur starfsmanna lagði málefninu lið. Bankinn greiddi helmings framlag á móti starfsfólki. Að þessu sinni var safnað fyrir hvíldarheimili fyrir krabbameinssjúk börn. Þetta er stærsta einstaka gjöf frá starfsfólki fyrirtækis til átaksins Á allra vörum í ár.

„Það er sérlega ánægjulegt að leggja svo góðu málefni lið. Starfsfólk Nýja Kaupþings vill leggja sitt af mörkum við uppbyggingu hvíldarheimilis fyrir krabbameinssjúk börn og við vonum að hún gangi sem allra best," segir Svava Halldóra Friðgeirsdóttir formaður starfsmannafélags Nýja Kaupþings í tilkynningu sem fjölmiðlum var send vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.