Lífið

Sannkölluð fjölskylduhugmynd

Hreindís Ylva skipuleggur styrktartónleikana fyrir Mæðrastyrksnefnd ásamt foreldrum sínum og bróður.
 fréttablaðið/ Anton
Hreindís Ylva skipuleggur styrktartónleikana fyrir Mæðrastyrksnefnd ásamt foreldrum sínum og bróður. fréttablaðið/ Anton

„Mamma átti eiginlega upphaflegu hugmyndina, en við tókum öll vel í það fjölskyldan og skipulögðum þetta í sameiningu,“ segir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem stendur fyrir styrktar­tónleikum fyrir Mæðrastyrksnefnd í Guðríðar­kirkju í Grafarholti ásamt fjölskyldu sinni.

Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 22. nóvember klukkan 20.30 og hefur Hreindís fengið fjölda tónlistarmanna til að koma fram. Þar á meðal eru Guðrún Gunnarsdóttir, Helga Möller og Regína Ósk auk þess sem Hreindís mun sjálf syngja á tónleikunum, en hún tók meðal annars þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr á árinu.

„Við sáum grein í blaðinu um að það væru alltaf að lengjast raðirnar í úthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd. Þá var fjölskyldan búin að fá hugmynd að því að halda svona tónleika svo málefnið kom bara til okkar. Við viljum að peningurinn sem við söfnum fari til þeirra því það verður eflaust sprenging fyrir jólin,“ segir Hreindís. Miðasala er farin af stað í verslunum Eymundsson í Smáralind, Kringlunni og Austurstræti og í síma 894-7200, en allir sem koma að tónleikunum koma gefa vinnu sína og mun allur ágóði renna óskiptur til Mæðrastyrksnefndar. - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.