Erlent

Þriðja hvert brjóstakrabbamein skaðlaust

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eitt af hverjum þremur brjóstakrabbameinstilfellum sem finnst við krabbameinsleit getur verið skaðlaust, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

Þar kemur fram að gögn frá fimm löndum í heiminum, þar á meðal Bretlandi og Danmörku, bendi til þess að sumar konur fái meðferð við krabbameini sem sé ónauðsynleg og ólíkleg til þess að drepa krabbameinsfrumurnar. En í ljósi þess að ekki er hægt að greina á milli banvæns krabbameins og skaðlauss eru öll tilfelli meðhöndluð.

Fræðimenn á Nordic Cochrane Centre í Danmörku segja að niðurstöður þeirra bendi til þess að krabbameinsleit geti leitt til ofgreiningar á krabbameini.

„Krabbameinsleit getur leitt til þess að banvænt krabbamein greinist snemma en hún getur einnig leitt til þess að skaðlausar krabbameinsfrumur finnist sem eru ekki banvænar og valda jafnvel ekki neinum einkennum," segir í grein fræðimannanna sem birtist í British Medical Journal. Þá segir að slík greining á krabbameini sé skaðleg fyrir viðkomandi aðila.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×