Lífið

69 uppáhaldsstelling Gillz

„En það sem var skemmtilegt var að það voru 191 spilari sem byrjaði og þegar ég datt út voru 69 spilarar eftir sem er dálítið skemmtilegt því það er mín uppáhaldsstelling," segir Einar.
„En það sem var skemmtilegt var að það voru 191 spilari sem byrjaði og þegar ég datt út voru 69 spilarar eftir sem er dálítið skemmtilegt því það er mín uppáhaldsstelling," segir Einar.

 

„Þetta var frábært," svarar Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, aðspurður um hans gengi í pókermótinu sem fram fór um helgina. „Það gekk mjög vel sem þýðir að ég vann ekki. Ég veit að það kemur fólki á óvart en stóru pókermótin eru þannig að margt þarf að ganga upp."

„Þú þarft að spila góðan póker og vera heppinn inn á milli en í þetta skiptið var fyrirliðinn ekkert sérstaklega óheppinn."

„Þarna datt ég nú bara út með verri hönd en maðurinn sem tók mig út og það var nú enginn amatör sem tók mig út. Hann Sindri Gizmo."

„En það sem var skemmtilegt var að það voru 191 spilari sem byrjaði og þegar ég datt út voru 69 spilarar eftir sem er dálítið skemmtilegt því það er mín uppáhaldsstelling," segir Egill.

„Það sem er næst á dagskrá er að ég er að fara til Portúgal í nóvember á stórmót. Þar er fyrirliðinn að fara að leiða sitt land til sigurs. Ég er byrjaður að velja hópinn. Fyrirliðinn velur mannskap og þjálfar menn. Ég notaði mótið um helgina til að sjá efnilega leikmenn sem gætu unnið sér sæti í landsliðinu. Ég var ekki bara að spila heldur líka að fylgjast með öðrum. Þar ætla ég að ná mér í einhverjar kúlur."

Hvað með íslenskar konur og póker? „Það eru helling af stelpum orðnar seigar í pókernum. Þetta er ekki bara karlasport því allir geta haft gaman af þessu."

„Dömur með stórar svalir eða stórar jullur eru yfirleitt að díla. Á mótinu á laugardag voru líka strákar með jullur sem voru að díla. Með því vorum við að segja að við erum ekki bara með stelpudílera. Stelpur eru að keppa líka. Við erum að reyna að losna við þessa karlrembuímynd í pókernum," segir Egill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.