Erlent

Sagði af sér til að mótmæla stefnu Breta í Afganistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Eric Joyce.
Eric Joyce. MYND/Telegraph

Eric Joyce, aðstoðarmaður breska varnarmálaráðherrans Bob Ainsworth, hefur sagt af sér til að mótmæla stefnu Breta í Afganistan. Joyce er fyrrum majór í breska hernum og segir almenning langþreyttan á þeim þvættingi stjórnvalda að Bretar séu á vígvellinum í Afganistan til að koma í veg fyrir hryðjuverk í Bretlandi sem hann segir að sé einmitt það sem Gordon Brown muni halda fram í ræðu sem hann flytur í dag. Afsögn Joyce er enn eitt reiðarslagið fyrir Brown og stjórn hans sem hefur heldur betur átt undir högg að sækja undanfarið vegna ýmissa viðkvæmra mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×