Yesmine Olsson í útrás 19. desember 2009 01:00 Kennir matreiðslu Yesmine heldur matreiðslunámskeið í Turninum eftir áramót sem verða byggð á bók hennar Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla.Mynd/Kristján Eldjárn Þóroddsson Yesmine Olsson hefur haft í mörgu að snúast frá því að bók hennar Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, kom út í fyrra. Eftir áramót ætlar hún að halda matreiðslunámskeið í Turninum auk þess sem Bollywood-sýning hennar mun hefja þar göngu sína á ný. Matreiðslunámskeiðin verða byggð á bók Yesmine, en hún var nýverið tilnefnd til alþjóðlegra matreiðslubókaverðlauna og verður gefin út erlendis á næsta ári.„Ég er oft beðin um að elda heima hjá fólki og eftirspurnin hefur verið svo mikil að ég ætla að halda námskeið eftir áramót," segir einkaþjálfarinn og matreiðslubókarhöfundurinn Yesmine Olsson. Bollywood-sýning hennar í Turninum var sýnd við góðar undirtektir í haust, en þar var matur úr bók hennar, Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, borinn fram undir dans- og söngatriðum. Fyrir skemmstu var bókin svo tilnefnd til Gourmand World Cookbook-verðlaunanna í flokknum besta asíska matreiðslubókin og hafa erlendir útgefendur sýnt henni mikinn áhuga en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu var Nanna Rögnvaldardóttir einnig tilnefnd til þessara sömu verðlauna. „Bókin var á bókamessunni í Frankfurt í haust. Hún vakti athygli þar og fólki fannst áhugavert að búið væri að gera sýningu byggða á henni. Í kjölfarið var mér boðið að koma út á bókamessuna í París í febrúar, bæði að elda og sýna part af Bollywood-sýningunni," útskýrir Yesmine sem hefur einnig fengið tilboð frá bókaútgáfum í Þýskalandi og Frakklandi. „Ég hélt að ég fengi að taka því rólega um jólin, en nú er ég að fara á fullt að undirbúa, ganga frá samningi við umboðsaðila og svo er planið að gefa bókina út erlendis eftir áramót," segir hún. „Þetta er náttúrlega mjög spennandi, enda er bókamessan í París stærsta vín- og matreiðslubókasamkoma í heimi," bætir hún við, en þar verða Gourmand World Cookbook-verðlaunin afhent. Matreiðslunámskeið Yesmine hefjast 14. janúar og munu þau fara fram í Turninum. „Stefnan er að kenna fólki að elda heilsusamlegan mat með indverskum kryddum og hvernig nota á kryddin til að gera matinn skemmtilegri. Hópar og saumaklúbbar hafa fengið mig til að koma heim og kenna, en þetta verður aðeins stærra og meira," segir Yesmine sem verður bæði með fyrirlestur og sýnikennslu á námskeiðinu. „Ég vil auðvitað að allir taki þátt og svo fær fólk að sjálfsögðu að smakka afraksturinn," segir hún, en hvert námskeið tekur um þrjár klukkustundir og er skráning þegar hafin í Turninum. Vegna mikillar eftirspurnar munu Bollywood-sýningarnar einnig hefja göngu sína þar aftur eftir áramót og verður fyrsta sýning 23. janúar. „Það verða allavega fjórar sýningar til að byrja með. Við finnum að þetta er að virka. Bollywood á Íslandi er að koma mjög sterkt inn og fólk hefur greinilega mikinn áhuga á því." alma@frettabladid.is Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Yesmine Olsson hefur haft í mörgu að snúast frá því að bók hennar Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, kom út í fyrra. Eftir áramót ætlar hún að halda matreiðslunámskeið í Turninum auk þess sem Bollywood-sýning hennar mun hefja þar göngu sína á ný. Matreiðslunámskeiðin verða byggð á bók Yesmine, en hún var nýverið tilnefnd til alþjóðlegra matreiðslubókaverðlauna og verður gefin út erlendis á næsta ári.„Ég er oft beðin um að elda heima hjá fólki og eftirspurnin hefur verið svo mikil að ég ætla að halda námskeið eftir áramót," segir einkaþjálfarinn og matreiðslubókarhöfundurinn Yesmine Olsson. Bollywood-sýning hennar í Turninum var sýnd við góðar undirtektir í haust, en þar var matur úr bók hennar, Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, borinn fram undir dans- og söngatriðum. Fyrir skemmstu var bókin svo tilnefnd til Gourmand World Cookbook-verðlaunanna í flokknum besta asíska matreiðslubókin og hafa erlendir útgefendur sýnt henni mikinn áhuga en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu var Nanna Rögnvaldardóttir einnig tilnefnd til þessara sömu verðlauna. „Bókin var á bókamessunni í Frankfurt í haust. Hún vakti athygli þar og fólki fannst áhugavert að búið væri að gera sýningu byggða á henni. Í kjölfarið var mér boðið að koma út á bókamessuna í París í febrúar, bæði að elda og sýna part af Bollywood-sýningunni," útskýrir Yesmine sem hefur einnig fengið tilboð frá bókaútgáfum í Þýskalandi og Frakklandi. „Ég hélt að ég fengi að taka því rólega um jólin, en nú er ég að fara á fullt að undirbúa, ganga frá samningi við umboðsaðila og svo er planið að gefa bókina út erlendis eftir áramót," segir hún. „Þetta er náttúrlega mjög spennandi, enda er bókamessan í París stærsta vín- og matreiðslubókasamkoma í heimi," bætir hún við, en þar verða Gourmand World Cookbook-verðlaunin afhent. Matreiðslunámskeið Yesmine hefjast 14. janúar og munu þau fara fram í Turninum. „Stefnan er að kenna fólki að elda heilsusamlegan mat með indverskum kryddum og hvernig nota á kryddin til að gera matinn skemmtilegri. Hópar og saumaklúbbar hafa fengið mig til að koma heim og kenna, en þetta verður aðeins stærra og meira," segir Yesmine sem verður bæði með fyrirlestur og sýnikennslu á námskeiðinu. „Ég vil auðvitað að allir taki þátt og svo fær fólk að sjálfsögðu að smakka afraksturinn," segir hún, en hvert námskeið tekur um þrjár klukkustundir og er skráning þegar hafin í Turninum. Vegna mikillar eftirspurnar munu Bollywood-sýningarnar einnig hefja göngu sína þar aftur eftir áramót og verður fyrsta sýning 23. janúar. „Það verða allavega fjórar sýningar til að byrja með. Við finnum að þetta er að virka. Bollywood á Íslandi er að koma mjög sterkt inn og fólk hefur greinilega mikinn áhuga á því." alma@frettabladid.is
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira