Yesmine Olsson í útrás 19. desember 2009 01:00 Kennir matreiðslu Yesmine heldur matreiðslunámskeið í Turninum eftir áramót sem verða byggð á bók hennar Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla.Mynd/Kristján Eldjárn Þóroddsson Yesmine Olsson hefur haft í mörgu að snúast frá því að bók hennar Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, kom út í fyrra. Eftir áramót ætlar hún að halda matreiðslunámskeið í Turninum auk þess sem Bollywood-sýning hennar mun hefja þar göngu sína á ný. Matreiðslunámskeiðin verða byggð á bók Yesmine, en hún var nýverið tilnefnd til alþjóðlegra matreiðslubókaverðlauna og verður gefin út erlendis á næsta ári.„Ég er oft beðin um að elda heima hjá fólki og eftirspurnin hefur verið svo mikil að ég ætla að halda námskeið eftir áramót," segir einkaþjálfarinn og matreiðslubókarhöfundurinn Yesmine Olsson. Bollywood-sýning hennar í Turninum var sýnd við góðar undirtektir í haust, en þar var matur úr bók hennar, Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, borinn fram undir dans- og söngatriðum. Fyrir skemmstu var bókin svo tilnefnd til Gourmand World Cookbook-verðlaunanna í flokknum besta asíska matreiðslubókin og hafa erlendir útgefendur sýnt henni mikinn áhuga en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu var Nanna Rögnvaldardóttir einnig tilnefnd til þessara sömu verðlauna. „Bókin var á bókamessunni í Frankfurt í haust. Hún vakti athygli þar og fólki fannst áhugavert að búið væri að gera sýningu byggða á henni. Í kjölfarið var mér boðið að koma út á bókamessuna í París í febrúar, bæði að elda og sýna part af Bollywood-sýningunni," útskýrir Yesmine sem hefur einnig fengið tilboð frá bókaútgáfum í Þýskalandi og Frakklandi. „Ég hélt að ég fengi að taka því rólega um jólin, en nú er ég að fara á fullt að undirbúa, ganga frá samningi við umboðsaðila og svo er planið að gefa bókina út erlendis eftir áramót," segir hún. „Þetta er náttúrlega mjög spennandi, enda er bókamessan í París stærsta vín- og matreiðslubókasamkoma í heimi," bætir hún við, en þar verða Gourmand World Cookbook-verðlaunin afhent. Matreiðslunámskeið Yesmine hefjast 14. janúar og munu þau fara fram í Turninum. „Stefnan er að kenna fólki að elda heilsusamlegan mat með indverskum kryddum og hvernig nota á kryddin til að gera matinn skemmtilegri. Hópar og saumaklúbbar hafa fengið mig til að koma heim og kenna, en þetta verður aðeins stærra og meira," segir Yesmine sem verður bæði með fyrirlestur og sýnikennslu á námskeiðinu. „Ég vil auðvitað að allir taki þátt og svo fær fólk að sjálfsögðu að smakka afraksturinn," segir hún, en hvert námskeið tekur um þrjár klukkustundir og er skráning þegar hafin í Turninum. Vegna mikillar eftirspurnar munu Bollywood-sýningarnar einnig hefja göngu sína þar aftur eftir áramót og verður fyrsta sýning 23. janúar. „Það verða allavega fjórar sýningar til að byrja með. Við finnum að þetta er að virka. Bollywood á Íslandi er að koma mjög sterkt inn og fólk hefur greinilega mikinn áhuga á því." alma@frettabladid.is Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Yesmine Olsson hefur haft í mörgu að snúast frá því að bók hennar Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, kom út í fyrra. Eftir áramót ætlar hún að halda matreiðslunámskeið í Turninum auk þess sem Bollywood-sýning hennar mun hefja þar göngu sína á ný. Matreiðslunámskeiðin verða byggð á bók Yesmine, en hún var nýverið tilnefnd til alþjóðlegra matreiðslubókaverðlauna og verður gefin út erlendis á næsta ári.„Ég er oft beðin um að elda heima hjá fólki og eftirspurnin hefur verið svo mikil að ég ætla að halda námskeið eftir áramót," segir einkaþjálfarinn og matreiðslubókarhöfundurinn Yesmine Olsson. Bollywood-sýning hennar í Turninum var sýnd við góðar undirtektir í haust, en þar var matur úr bók hennar, Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, borinn fram undir dans- og söngatriðum. Fyrir skemmstu var bókin svo tilnefnd til Gourmand World Cookbook-verðlaunanna í flokknum besta asíska matreiðslubókin og hafa erlendir útgefendur sýnt henni mikinn áhuga en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu var Nanna Rögnvaldardóttir einnig tilnefnd til þessara sömu verðlauna. „Bókin var á bókamessunni í Frankfurt í haust. Hún vakti athygli þar og fólki fannst áhugavert að búið væri að gera sýningu byggða á henni. Í kjölfarið var mér boðið að koma út á bókamessuna í París í febrúar, bæði að elda og sýna part af Bollywood-sýningunni," útskýrir Yesmine sem hefur einnig fengið tilboð frá bókaútgáfum í Þýskalandi og Frakklandi. „Ég hélt að ég fengi að taka því rólega um jólin, en nú er ég að fara á fullt að undirbúa, ganga frá samningi við umboðsaðila og svo er planið að gefa bókina út erlendis eftir áramót," segir hún. „Þetta er náttúrlega mjög spennandi, enda er bókamessan í París stærsta vín- og matreiðslubókasamkoma í heimi," bætir hún við, en þar verða Gourmand World Cookbook-verðlaunin afhent. Matreiðslunámskeið Yesmine hefjast 14. janúar og munu þau fara fram í Turninum. „Stefnan er að kenna fólki að elda heilsusamlegan mat með indverskum kryddum og hvernig nota á kryddin til að gera matinn skemmtilegri. Hópar og saumaklúbbar hafa fengið mig til að koma heim og kenna, en þetta verður aðeins stærra og meira," segir Yesmine sem verður bæði með fyrirlestur og sýnikennslu á námskeiðinu. „Ég vil auðvitað að allir taki þátt og svo fær fólk að sjálfsögðu að smakka afraksturinn," segir hún, en hvert námskeið tekur um þrjár klukkustundir og er skráning þegar hafin í Turninum. Vegna mikillar eftirspurnar munu Bollywood-sýningarnar einnig hefja göngu sína þar aftur eftir áramót og verður fyrsta sýning 23. janúar. „Það verða allavega fjórar sýningar til að byrja með. Við finnum að þetta er að virka. Bollywood á Íslandi er að koma mjög sterkt inn og fólk hefur greinilega mikinn áhuga á því." alma@frettabladid.is
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira