Erlent

29 látnir úr svínaflensu á Bretlandi

29 hafa látist úr svínaflensu á Bretlandseyjum.
29 hafa látist úr svínaflensu á Bretlandseyjum.
Nú hafa 29 manns látist af völdum svínaflensu á Bretlandseyjum samkvæmt breskum yfirvöldum. Að sögn yfirvalda fjölgar sjúklingum sem kvarta undan einkennum veirunnar. Nú síðast lést kvenkyns ferðamaður á spítala í Skotlandi. Konan hafði mikla undirliggjandi kvilla en hún lést í gær.

Konan var lögð inn á spítala fyrir þremur vikum síðan og var undir ströngu eftirliti lækna. Hún er þriðja manneskjan í Skotlandi sem deyr úr svínaflensu.

Greint var frá því í morgun að Cherie Blair, eiginkona Tony Blair, hefði greinst með svínaflensuna. Tony og börnin munu þó hafa sloppið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×