Erlent

Bróðir Jackson gagnrýnir upptöku af jarðarförinni

Michael Jackson
Michael Jackson
Randy Jackson, einn af bræðrum Michael, hefur gagnrýnt "leynilegar" upptökur af jarðarför bróður síns í Los Angeles. Bein útsending af gestum að koma í jarðarförin hafði verið skipulögð en var stöðvuð þegar lík poppstjörnunnar kom í kirkjugarðinn.

En myndavél hélt áfram að mynda athöfnina úr þyrlu, sem gerði honum hverft við. Randy sagði myndatökuna hafa verið mjög truflandi. Hann hefur beðið fjölmiðla um að hætta að sýna umrædda upptöku.

Í yfirlýsingu frá Randy segir: "Mér varð hverft við í gær og aftur í dag þegar ég sá upptöku af athöfninni sem við héldum fyrir Michael."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×