Brown fer sínar eigin leiðir 1. október 2009 04:00 Hinn áhrifamikli breski tónlistarmaður hefur gefið út sína sjöttu sólóplötu.nordicphotos/getty Breski tónlistarmaðurinn Ian Brown hefur gefið út sína sjöttu sólóplötu, My Way. Þar syngur hann um líf sitt og tveggja áratuga feril í tónlistarbransanum. Ian Brown lítur á plötuna sem sjálfsævisögu sína þar sem hann lítur stoltur yfir farinn veg. „Mér fannst miklu áhugaverðara að búa til tónlistarsjálfsævisögu en hefðbundna sjálfsævisögu,“ segir Brown í viðtali við BBC. Hann bætir við að metsöluplata Michaels Jackson, Thriller, hafi veitt sér innblástur við upptökurnar. Ákveðinn gæðastimpill varð að vera til staðar. „Við vorum alltaf með Thriller í huganum. Í hvert skipti sem við sömdum lag og okkur fannst það ekki nógu gott hættum við við að nota það. Við lukum líka við frágang plötunnar daginn sem Michael Jackson dó, þannig að ég lít á það sem ákveðið tákn.“ Ian Brown, sem er 46 ára, var söngvari The Stone Roses þar til hún lagði upp laupana árið 1996. Á þeim tíma var hann átrúnaðargoð á meðal breskra tónlistarunnenda, enda einn af aðalmönnum hinnar svokölluðu Madchester-senu þar sem hver sveitin á fætur annarri frá Manchester-borg steig fram á sjónarsviðið. Má þar nefna Happy Mondays, Inspiral Carpets, James og The Charlatans. Síðan þá hafa náungar á borð við Liam Gallagher og Alex Turner úr Arctic Monkeys litið upp til hans og ítrekað nefnt hann sem áhrifavald. Sólóferill Browns hefur verið farsæll, sérstaklega í heimalandinu. Fjórtán smáskífur hafa komist á topp 40 þar í landi auk þess sem selst hefur upp á sex tónleikaferðir hans um Bretland. Á meðal þekktustu laga hans eru Be There og Dolphins Were Monkeys. Kappinn kom hingað til lands í júní árið 2000 og spilaði á Reykjavík Music Festival í Laugardalshöllinni ásamt sveitum á borð við Bloodhound Gang og Kent. Margir aðdáendur The Stone Roses sáu þá goðið sitt loksins á sviði. Orðrómur um endurkomu The Stone Roses hefur lengi verið uppi en miðað við yfirlýsingar Browns verður hún aldrei að veruleika enda vill hann fyrst og fremst líta fram á veginn. „Fyrir utan Sex Pistols fannst mér fyrsta Stone Roses-platan góð en ég hlusta bara ekki lengur á gítarhljómsveitir. Ég hef verið kallaður indí-átrúnaðargoð en samt hlusta ég ekki á það sem kallað hefur verið indí-tónlist,“ segir hann. Í Frank Sinatra-laginu My Way syngur sá bláeygði um að hann sjái ekki eftir neinu í lífinu. Töffarinn Brown er á sama máli. „Ég sé alls ekki eftir neinu. Allt sem ég hef gert hefur verið á mínum forsendum. Enginn hefur nokkru sinni getað ráðskast með mig.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Ian Brown hefur gefið út sína sjöttu sólóplötu, My Way. Þar syngur hann um líf sitt og tveggja áratuga feril í tónlistarbransanum. Ian Brown lítur á plötuna sem sjálfsævisögu sína þar sem hann lítur stoltur yfir farinn veg. „Mér fannst miklu áhugaverðara að búa til tónlistarsjálfsævisögu en hefðbundna sjálfsævisögu,“ segir Brown í viðtali við BBC. Hann bætir við að metsöluplata Michaels Jackson, Thriller, hafi veitt sér innblástur við upptökurnar. Ákveðinn gæðastimpill varð að vera til staðar. „Við vorum alltaf með Thriller í huganum. Í hvert skipti sem við sömdum lag og okkur fannst það ekki nógu gott hættum við við að nota það. Við lukum líka við frágang plötunnar daginn sem Michael Jackson dó, þannig að ég lít á það sem ákveðið tákn.“ Ian Brown, sem er 46 ára, var söngvari The Stone Roses þar til hún lagði upp laupana árið 1996. Á þeim tíma var hann átrúnaðargoð á meðal breskra tónlistarunnenda, enda einn af aðalmönnum hinnar svokölluðu Madchester-senu þar sem hver sveitin á fætur annarri frá Manchester-borg steig fram á sjónarsviðið. Má þar nefna Happy Mondays, Inspiral Carpets, James og The Charlatans. Síðan þá hafa náungar á borð við Liam Gallagher og Alex Turner úr Arctic Monkeys litið upp til hans og ítrekað nefnt hann sem áhrifavald. Sólóferill Browns hefur verið farsæll, sérstaklega í heimalandinu. Fjórtán smáskífur hafa komist á topp 40 þar í landi auk þess sem selst hefur upp á sex tónleikaferðir hans um Bretland. Á meðal þekktustu laga hans eru Be There og Dolphins Were Monkeys. Kappinn kom hingað til lands í júní árið 2000 og spilaði á Reykjavík Music Festival í Laugardalshöllinni ásamt sveitum á borð við Bloodhound Gang og Kent. Margir aðdáendur The Stone Roses sáu þá goðið sitt loksins á sviði. Orðrómur um endurkomu The Stone Roses hefur lengi verið uppi en miðað við yfirlýsingar Browns verður hún aldrei að veruleika enda vill hann fyrst og fremst líta fram á veginn. „Fyrir utan Sex Pistols fannst mér fyrsta Stone Roses-platan góð en ég hlusta bara ekki lengur á gítarhljómsveitir. Ég hef verið kallaður indí-átrúnaðargoð en samt hlusta ég ekki á það sem kallað hefur verið indí-tónlist,“ segir hann. Í Frank Sinatra-laginu My Way syngur sá bláeygði um að hann sjái ekki eftir neinu í lífinu. Töffarinn Brown er á sama máli. „Ég sé alls ekki eftir neinu. Allt sem ég hef gert hefur verið á mínum forsendum. Enginn hefur nokkru sinni getað ráðskast með mig.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira