Ástarjátning á veggstyttu 27. nóvember 2009 03:45 Fjársjóðsleit Jónas Halldórsson antíksali fann forláta styttu í dánarbúi fyrir stuttu. Mynd/Björgvin Jónas Halldórsson, antíksali í Hafnarfirði, gerði merkilegan fund fyrir stuttu þegar hann var að ganga frá dánarbúi. Fundurinn var veggstytta með dularfullri áletrun. Antík- og listmunasalinn Jónas Halldórsson gerði nýlega upp dánarbú þar sem hann fann meðal annars fallega veggstyttu af ljóshærðri konu en aftan á styttunni mátti sjá undarlega áletrun. Eftir nokkra eftirgrennslan komst Jónas að því að áletrunin var í raun ástarjátning. „Aftan á styttunni stendur á ítölsku: „Ó, Maggí mín guðdómlega" og er það maður að nafni Sergio sem ritar þetta. Auk þess fann ég aðra áletrun sem var tölustafurinn sautján ritaður í rómverskum tölum. Ég hef komist að því að þetta þýddi að sautján ár höfðu verið liðin frá uppgangi fasismans á Ítalíu og ekki ólíklegt að Sergio hafi verið háttsettur innan fasistaflokksins." Aðspurður segir Jónas erfitt að segja til um hver þessi guðdómlega Maggí hafi verið, enda hafi hann ekki fengið neinar upplýsingar um eiganda búsins, en útilokar ekki að hún hafi verið ljóshærð eins og konan á styttunni. Jónas segir styttuna ekki hafa verið það eina skrítna sem hann hafi fundið í þessu tiltekna dánarbúi því hann hafi að auki fundið mikið af fallegum sparikjólum frá 1920, óopnaða kryddstauka sem voru um hálfrar aldar gamlir og gömul ávísanahefti. „Í mínu starfi er maður alltaf í leit að fjársjóðum og ég hef fundið ótrúlegustu hluti. Eitt sinn fann ég til dæmis blóði drifinn sjóliðabúning uppi á háalofti í húsi einu í miðbænum," segir Jónas og bætir við að antíksalan hafi blómstrað eftir að kreppan skall á. „Antíksala var að leggjast af í góðærinu, en nú er fólk hætt að henda gömlum munum auk þess sem fólk vill nú hluti frá fortíðinni sem milda umhverfið." - sm Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Jónas Halldórsson, antíksali í Hafnarfirði, gerði merkilegan fund fyrir stuttu þegar hann var að ganga frá dánarbúi. Fundurinn var veggstytta með dularfullri áletrun. Antík- og listmunasalinn Jónas Halldórsson gerði nýlega upp dánarbú þar sem hann fann meðal annars fallega veggstyttu af ljóshærðri konu en aftan á styttunni mátti sjá undarlega áletrun. Eftir nokkra eftirgrennslan komst Jónas að því að áletrunin var í raun ástarjátning. „Aftan á styttunni stendur á ítölsku: „Ó, Maggí mín guðdómlega" og er það maður að nafni Sergio sem ritar þetta. Auk þess fann ég aðra áletrun sem var tölustafurinn sautján ritaður í rómverskum tölum. Ég hef komist að því að þetta þýddi að sautján ár höfðu verið liðin frá uppgangi fasismans á Ítalíu og ekki ólíklegt að Sergio hafi verið háttsettur innan fasistaflokksins." Aðspurður segir Jónas erfitt að segja til um hver þessi guðdómlega Maggí hafi verið, enda hafi hann ekki fengið neinar upplýsingar um eiganda búsins, en útilokar ekki að hún hafi verið ljóshærð eins og konan á styttunni. Jónas segir styttuna ekki hafa verið það eina skrítna sem hann hafi fundið í þessu tiltekna dánarbúi því hann hafi að auki fundið mikið af fallegum sparikjólum frá 1920, óopnaða kryddstauka sem voru um hálfrar aldar gamlir og gömul ávísanahefti. „Í mínu starfi er maður alltaf í leit að fjársjóðum og ég hef fundið ótrúlegustu hluti. Eitt sinn fann ég til dæmis blóði drifinn sjóliðabúning uppi á háalofti í húsi einu í miðbænum," segir Jónas og bætir við að antíksalan hafi blómstrað eftir að kreppan skall á. „Antíksala var að leggjast af í góðærinu, en nú er fólk hætt að henda gömlum munum auk þess sem fólk vill nú hluti frá fortíðinni sem milda umhverfið." - sm
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira