Innlent

Engin skelfing á elliheimilinu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Aðalheiður Guðmundsdóttir segir skjálftann fyrir ári síðan hafa verið mun snarpari en þann sem reið yfir rétt í þessu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Aðalheiður Guðmundsdóttir segir skjálftann fyrir ári síðan hafa verið mun snarpari en þann sem reið yfir rétt í þessu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Valli

Aðalheiður Guðmundsdóttir, íbúi að hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík, sagðist hafa fundið greinilega fyrir jarðskjálftanum sem reið yfir á Suðurnesjum fyrir tæpri klukkustund síðan.

„Ég held að allir hafi fundið fyrir þessu, ég reikna nú með því," sagði Aðalheiður. Að hennar sögn sat fólkið á Víðihlíð að snæðingi í matsalnum þegar skjálftinn reið yfir. Það hafi þó engin skelfing gripið um sig.

„Þetta var ekki eins og síðast, skjálftinn var ekki nærri eins snarpur," sagði Aðalheiður og vísaði til skjálftans sem reið yfir suðurland fyrir rúmu ári síðan.

Hún segist ekki vita til þess að neitt tjón hafi hlotist af skjálftanum.

Einar Örn Jónsson, íbúi að Kvistvöllum í Hafnarfirði, sagðist hins vegar ekki hafa orðið var við skjálftann.

"Ég var bara úti að grilla og heyrði af þessu í fréttunum," segir Einar.

Aðspurður segir hann ekkert tjón hafa orðið á sínu heimili og hann hafi ekki heyrt af neinum óförum í tengslum við skjálftann.


Tengdar fréttir

Öflugur jarðskjálfti á Reykjanesi

Öflugur jarðskjálfti reið yfir klukkan 18:13. Upptök skjálftans voru við Kleifarvatn um tvo kílómetra vest-suðvestur af Krýsuvík. Jarðskjálftinn var 4,2 á Richter. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst greinilega fyrir skjálftanum í Hafnarfirði og víðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×