Ballack færir þeim silfrið 21. júlí 2009 06:15 Virt erlend verðlaun Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hlutu nýverið hin virtu Telly Awards fyrir auglýsingu sem þeir gerðu fyrir Samsung raftækjarisann. „Síðast voru það Cannes-verðlaunin, sem Vínbúðarmyndin tók og síðan eru það þessi, þannig að þetta gengur vel,“ segir Samúel Bjarki Pétursson auglýsingaleikstjóri. Þeir Gunnar Páll Ólafsson unnu nýverið hin virtu Telly Awards fyrir Samsung-auglýsingu sína með Michael Ballack í aðalhlutverki. Auglýsingin hefur áður unnið til verðlauna, en hún var valin ein af fimmtíu bestu auglýsingum í Bretlandi á síðasta ári, af auglýsingastofum Bretlands. „Sá sem framleiddi auglýsinguna sendi hana inn í keppnina. Þannig að við vissum ekki einu sinni að við værum þátttakendur. En það er gaman að því. Maður verður að reyna að safna einhverjum verðlaunum til að koma sér áfram.“ Telly Awards eru mjög virt amerísk verðlaun og eru veittar viðurkenningar fyrir allt frá sjónvarpsþáttum til auglýsinga og er keppt í mörgum flokkum. Samsung auglýsingin fékk verðlaun í flokki auglýsingaherferða, „Business-to-Consumer“. Verðlaunin eru í formi styttu sem er gerð af þeim sömu og gera Óskarsverðlaunastyttuna og Emmy-verðlaunin. „Ég held að það sé ekkert sem heitir gullverðlaun í þessari keppni, maður vinnur silfrið, sem er þessi verðlaunagripur.“ En eins og Íslendingum er alkunnugt er silfrið best. „Já, við erum í silfurliðunum. En það var voða skemmtilegt að sjá þessi verðlaun detta inn,“ segir Samúel. En hvað er næst hjá draumateyminu? „Það eru einhverjar íslenskar auglýsingar fram undan og jafnvel einhverjar erlendar, en það er allt á vinnslustigi. Við vorum að klára auglýsingar fyrir Samtök iðnaðarins sem koma fyrir sjónir Íslendinga bráðum. Það er smá stund milli stríða núna, aðeins að endurhlaða batteríin. Við erum búnir að vera yfirbókaðir síðan um áramót þannig að það er sem betur fer ekki búin að vera mikil kreppa í þessu.“ Meðal verkefna má nefna risaauglýsingu í Tékklandi fyrir Kozel bjór sem er í eigu SAB Miller, framleiðanda Miller og Grolsch, en Fréttablaðið sagði frá því í maí. Samúel vill ekki staðfesta nein risaverkefni að þessu sinni; „en það er hitt og þetta á borðinu.“ kbs@frettabladid.is Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Síðast voru það Cannes-verðlaunin, sem Vínbúðarmyndin tók og síðan eru það þessi, þannig að þetta gengur vel,“ segir Samúel Bjarki Pétursson auglýsingaleikstjóri. Þeir Gunnar Páll Ólafsson unnu nýverið hin virtu Telly Awards fyrir Samsung-auglýsingu sína með Michael Ballack í aðalhlutverki. Auglýsingin hefur áður unnið til verðlauna, en hún var valin ein af fimmtíu bestu auglýsingum í Bretlandi á síðasta ári, af auglýsingastofum Bretlands. „Sá sem framleiddi auglýsinguna sendi hana inn í keppnina. Þannig að við vissum ekki einu sinni að við værum þátttakendur. En það er gaman að því. Maður verður að reyna að safna einhverjum verðlaunum til að koma sér áfram.“ Telly Awards eru mjög virt amerísk verðlaun og eru veittar viðurkenningar fyrir allt frá sjónvarpsþáttum til auglýsinga og er keppt í mörgum flokkum. Samsung auglýsingin fékk verðlaun í flokki auglýsingaherferða, „Business-to-Consumer“. Verðlaunin eru í formi styttu sem er gerð af þeim sömu og gera Óskarsverðlaunastyttuna og Emmy-verðlaunin. „Ég held að það sé ekkert sem heitir gullverðlaun í þessari keppni, maður vinnur silfrið, sem er þessi verðlaunagripur.“ En eins og Íslendingum er alkunnugt er silfrið best. „Já, við erum í silfurliðunum. En það var voða skemmtilegt að sjá þessi verðlaun detta inn,“ segir Samúel. En hvað er næst hjá draumateyminu? „Það eru einhverjar íslenskar auglýsingar fram undan og jafnvel einhverjar erlendar, en það er allt á vinnslustigi. Við vorum að klára auglýsingar fyrir Samtök iðnaðarins sem koma fyrir sjónir Íslendinga bráðum. Það er smá stund milli stríða núna, aðeins að endurhlaða batteríin. Við erum búnir að vera yfirbókaðir síðan um áramót þannig að það er sem betur fer ekki búin að vera mikil kreppa í þessu.“ Meðal verkefna má nefna risaauglýsingu í Tékklandi fyrir Kozel bjór sem er í eigu SAB Miller, framleiðanda Miller og Grolsch, en Fréttablaðið sagði frá því í maí. Samúel vill ekki staðfesta nein risaverkefni að þessu sinni; „en það er hitt og þetta á borðinu.“ kbs@frettabladid.is
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira