Ballack færir þeim silfrið 21. júlí 2009 06:15 Virt erlend verðlaun Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hlutu nýverið hin virtu Telly Awards fyrir auglýsingu sem þeir gerðu fyrir Samsung raftækjarisann. „Síðast voru það Cannes-verðlaunin, sem Vínbúðarmyndin tók og síðan eru það þessi, þannig að þetta gengur vel,“ segir Samúel Bjarki Pétursson auglýsingaleikstjóri. Þeir Gunnar Páll Ólafsson unnu nýverið hin virtu Telly Awards fyrir Samsung-auglýsingu sína með Michael Ballack í aðalhlutverki. Auglýsingin hefur áður unnið til verðlauna, en hún var valin ein af fimmtíu bestu auglýsingum í Bretlandi á síðasta ári, af auglýsingastofum Bretlands. „Sá sem framleiddi auglýsinguna sendi hana inn í keppnina. Þannig að við vissum ekki einu sinni að við værum þátttakendur. En það er gaman að því. Maður verður að reyna að safna einhverjum verðlaunum til að koma sér áfram.“ Telly Awards eru mjög virt amerísk verðlaun og eru veittar viðurkenningar fyrir allt frá sjónvarpsþáttum til auglýsinga og er keppt í mörgum flokkum. Samsung auglýsingin fékk verðlaun í flokki auglýsingaherferða, „Business-to-Consumer“. Verðlaunin eru í formi styttu sem er gerð af þeim sömu og gera Óskarsverðlaunastyttuna og Emmy-verðlaunin. „Ég held að það sé ekkert sem heitir gullverðlaun í þessari keppni, maður vinnur silfrið, sem er þessi verðlaunagripur.“ En eins og Íslendingum er alkunnugt er silfrið best. „Já, við erum í silfurliðunum. En það var voða skemmtilegt að sjá þessi verðlaun detta inn,“ segir Samúel. En hvað er næst hjá draumateyminu? „Það eru einhverjar íslenskar auglýsingar fram undan og jafnvel einhverjar erlendar, en það er allt á vinnslustigi. Við vorum að klára auglýsingar fyrir Samtök iðnaðarins sem koma fyrir sjónir Íslendinga bráðum. Það er smá stund milli stríða núna, aðeins að endurhlaða batteríin. Við erum búnir að vera yfirbókaðir síðan um áramót þannig að það er sem betur fer ekki búin að vera mikil kreppa í þessu.“ Meðal verkefna má nefna risaauglýsingu í Tékklandi fyrir Kozel bjór sem er í eigu SAB Miller, framleiðanda Miller og Grolsch, en Fréttablaðið sagði frá því í maí. Samúel vill ekki staðfesta nein risaverkefni að þessu sinni; „en það er hitt og þetta á borðinu.“ kbs@frettabladid.is Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Síðast voru það Cannes-verðlaunin, sem Vínbúðarmyndin tók og síðan eru það þessi, þannig að þetta gengur vel,“ segir Samúel Bjarki Pétursson auglýsingaleikstjóri. Þeir Gunnar Páll Ólafsson unnu nýverið hin virtu Telly Awards fyrir Samsung-auglýsingu sína með Michael Ballack í aðalhlutverki. Auglýsingin hefur áður unnið til verðlauna, en hún var valin ein af fimmtíu bestu auglýsingum í Bretlandi á síðasta ári, af auglýsingastofum Bretlands. „Sá sem framleiddi auglýsinguna sendi hana inn í keppnina. Þannig að við vissum ekki einu sinni að við værum þátttakendur. En það er gaman að því. Maður verður að reyna að safna einhverjum verðlaunum til að koma sér áfram.“ Telly Awards eru mjög virt amerísk verðlaun og eru veittar viðurkenningar fyrir allt frá sjónvarpsþáttum til auglýsinga og er keppt í mörgum flokkum. Samsung auglýsingin fékk verðlaun í flokki auglýsingaherferða, „Business-to-Consumer“. Verðlaunin eru í formi styttu sem er gerð af þeim sömu og gera Óskarsverðlaunastyttuna og Emmy-verðlaunin. „Ég held að það sé ekkert sem heitir gullverðlaun í þessari keppni, maður vinnur silfrið, sem er þessi verðlaunagripur.“ En eins og Íslendingum er alkunnugt er silfrið best. „Já, við erum í silfurliðunum. En það var voða skemmtilegt að sjá þessi verðlaun detta inn,“ segir Samúel. En hvað er næst hjá draumateyminu? „Það eru einhverjar íslenskar auglýsingar fram undan og jafnvel einhverjar erlendar, en það er allt á vinnslustigi. Við vorum að klára auglýsingar fyrir Samtök iðnaðarins sem koma fyrir sjónir Íslendinga bráðum. Það er smá stund milli stríða núna, aðeins að endurhlaða batteríin. Við erum búnir að vera yfirbókaðir síðan um áramót þannig að það er sem betur fer ekki búin að vera mikil kreppa í þessu.“ Meðal verkefna má nefna risaauglýsingu í Tékklandi fyrir Kozel bjór sem er í eigu SAB Miller, framleiðanda Miller og Grolsch, en Fréttablaðið sagði frá því í maí. Samúel vill ekki staðfesta nein risaverkefni að þessu sinni; „en það er hitt og þetta á borðinu.“ kbs@frettabladid.is
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira