Stuðningur í boði fyrir umsóknarlönd 16. nóvember 2009 05:30 Árlegur fundur norrænna vinnumálaráðherra var haldinn í Reykjavík í gær. Fréttablaðið/GVA Ríkjum sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu (ESB) kann að standa til boða fjárhagsstuðningur til að fást við vaxandi atvinnuleysi. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri atvinnu- og félagsmála ESB, hafi boðið fram aðstoð sambandsins á fundi sínum með norrænum vinnumálaráðherrum og fulltrúum þeirra fyrir helgi. „Hann bauð bæði ráðgjöf til okkar og aðstoð við samhæfingu aðgerða, því við erum náttúrulega að fást við að atvinnuleysi fari hér úr tæpum tveimur prósentum langleiðina í tíu prósent á einu ári,“ segir Árni Páll. „Eins bauð hann fram aðstoð við uppbyggingu á aðferðafræðinni við að taka á vandanum og mögulega væri líka í boði fjárhagsstuðningur við slíka uppbyggingu fyrir umsóknarlönd. Við munum auðvitað kanna það.“ Árni Páll segir að á fundi ráðherranna í gær hafi verið farið yfir helstu mál. „Fyrirferðarmest var staðan í atvinnuleysi ungs fólks,“ segir hann, en bregðast verði við vaxandi tilhneigingu til þess að ungt fólk verði utanveltu og finni sig hvorki á atvinnumarkaði né í skólakerfinu. Hann segir að fljótlega verði kynnt frekari úrræði í þessum efnum, en þegar hafi verið tekið upp náið samráð milli ráðuneytis hans og menntamálaráðuneytisins. Margt bendi hins vegar til að skólakerfið og vinnumarkaður vinni hér ekki nógu vel saman og bendir hann á að hér á landi séu nú þegar um 3.000 ungmenni í þeirri stöðu að hafa verið án vinnu í lengri tíma. Árni Páll boðaði til fundarins, en hann gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um atvinnumál. Auk Árna Páls sátu fundinn ráðherrarnir Anni Sinnemäki frá Finnlandi, Sven Otto Littorin frá Svíþjóð, Johan Dahl frá Færeyjum og Jan-Erik Mattsson frá Álandseyjum. Fulltrúi Danmerkur var Bo Smith, ráðuneytisstjóri, fulltrúi Noregs var Jan-Erik Støstad, ráðuneytisstjóri og fulltrúi Grænlands var Avva Mathiesen. olikr@frettabladid.is Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Ríkjum sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu (ESB) kann að standa til boða fjárhagsstuðningur til að fást við vaxandi atvinnuleysi. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri atvinnu- og félagsmála ESB, hafi boðið fram aðstoð sambandsins á fundi sínum með norrænum vinnumálaráðherrum og fulltrúum þeirra fyrir helgi. „Hann bauð bæði ráðgjöf til okkar og aðstoð við samhæfingu aðgerða, því við erum náttúrulega að fást við að atvinnuleysi fari hér úr tæpum tveimur prósentum langleiðina í tíu prósent á einu ári,“ segir Árni Páll. „Eins bauð hann fram aðstoð við uppbyggingu á aðferðafræðinni við að taka á vandanum og mögulega væri líka í boði fjárhagsstuðningur við slíka uppbyggingu fyrir umsóknarlönd. Við munum auðvitað kanna það.“ Árni Páll segir að á fundi ráðherranna í gær hafi verið farið yfir helstu mál. „Fyrirferðarmest var staðan í atvinnuleysi ungs fólks,“ segir hann, en bregðast verði við vaxandi tilhneigingu til þess að ungt fólk verði utanveltu og finni sig hvorki á atvinnumarkaði né í skólakerfinu. Hann segir að fljótlega verði kynnt frekari úrræði í þessum efnum, en þegar hafi verið tekið upp náið samráð milli ráðuneytis hans og menntamálaráðuneytisins. Margt bendi hins vegar til að skólakerfið og vinnumarkaður vinni hér ekki nógu vel saman og bendir hann á að hér á landi séu nú þegar um 3.000 ungmenni í þeirri stöðu að hafa verið án vinnu í lengri tíma. Árni Páll boðaði til fundarins, en hann gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um atvinnumál. Auk Árna Páls sátu fundinn ráðherrarnir Anni Sinnemäki frá Finnlandi, Sven Otto Littorin frá Svíþjóð, Johan Dahl frá Færeyjum og Jan-Erik Mattsson frá Álandseyjum. Fulltrúi Danmerkur var Bo Smith, ráðuneytisstjóri, fulltrúi Noregs var Jan-Erik Støstad, ráðuneytisstjóri og fulltrúi Grænlands var Avva Mathiesen. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira