Erlent

Hrollvekjandi fjöldi nauðgara í S-Afríku

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Bústaðir fátækra í Höfðaborg í Suður Afríku.
Bústaðir fátækra í Höfðaborg í Suður Afríku. Mynd/Stefán Helgi Valsson

Einn af hverjum fjórum Suður Afrískum karlmönnum sögðust hafa nauðgað í könnun sem heilsurannsóknarstöð landsins gerði. Helmingur nauðgaranna viðurkenndi að hafa nauðgað fleiri en einu fórnarlambi.

Í könnuninni, sem var nafnlaus með öllu, kom einnig fram að þrír af hverjum fjórum nauðgurum hefðu brotið fyrst af sér fyrir tvítugsaldur. Þar segir einnig að hópnauðganir séu algengar í landinu þar eð litið er á þær sem leið fyrir karlmenn að treysta vinabönd sín.

Könnunin fór fram í bæði sveitum og borgum landsins og tók til yfir 1.700 karlmanna af öllum kynþáttum.

Rachel Jewkes, prófessor sem stjórnaði könnuninni, sagði afar mikilvægt að breyta gildum samfélagsins sem hafa á einhvern hátt látið það virðast ásættanlegt að neyða aðra manneskju til samræðis.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×