30 Rock nýtir sér Ísland í nýrri seríu 12. október 2009 07:30 Til Íslands. Eða svona næstum því. Gamanþættirnir 30 Rock nýta sér bjartar sumarnætur á Íslandi þegar ein persónan tekur að sér hlutverk í varúlfamynd. Ein vinsælasta gamanþáttaröð Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað, 30 Rock, er komin í góðan hóp með Simpson-fjölskyldunni og Sopranos því þátturinn tekur Ísland upp á sína arma í fjórðu og nýjustu seríunni. 30 Rock, sem skartar Alec Baldwin og Tinu Fey í aðalhlutverkum, er margverðlaunaður þáttur og hlaut nánast öll Emmy-verðlaunin sem hann gat fengið á nýliðinni hátíð. Vefsíðan Newsday.com birtir viðtal við einn af handritshöfundum þáttanna og framleiðenda, Robert Carlock. Þar kemur fram að í einum nýjasta þættinum kemur Ísland töluvert við sögu. Þannig er mál með vexti að hin vonlausa leikkona Jenna Maroney, sem leikin er af Jane Krakowski, er einstaklega þefvís á vondar kvikmyndir og enn verri kvikmyndahandrit. Þrátt fyrir varnarorð sinna nánustu ákveður Jenna að taka að sér stórt hlutverk í varúlfamynd enda veit hún sem er að fyrirbæri á borð við True Blood og Twillight hafa farið sigurför um heiminn. Vandamálið er að umrædd kvikmynd á að vera tekin upp á Íslandi yfir sumartímann. „Þetta verður auðvitað mjög erfitt því það er náttúrlega bjart nánast allan sólarhringinn um þetta leyti og þau geta aðeins tekið upp varúlfaatriði í eina mínútu á dag,“ útskýrir Carlock, sem tekur þetta atriði sérstaklega út í fjórðu seríunni. Ekki er hins vegar vitað til þess að tökulið frá 30 Rock hafi komið til Íslands enda eru þættirnir að mestu leyti gerðir í New York. -fgg Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Ein vinsælasta gamanþáttaröð Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað, 30 Rock, er komin í góðan hóp með Simpson-fjölskyldunni og Sopranos því þátturinn tekur Ísland upp á sína arma í fjórðu og nýjustu seríunni. 30 Rock, sem skartar Alec Baldwin og Tinu Fey í aðalhlutverkum, er margverðlaunaður þáttur og hlaut nánast öll Emmy-verðlaunin sem hann gat fengið á nýliðinni hátíð. Vefsíðan Newsday.com birtir viðtal við einn af handritshöfundum þáttanna og framleiðenda, Robert Carlock. Þar kemur fram að í einum nýjasta þættinum kemur Ísland töluvert við sögu. Þannig er mál með vexti að hin vonlausa leikkona Jenna Maroney, sem leikin er af Jane Krakowski, er einstaklega þefvís á vondar kvikmyndir og enn verri kvikmyndahandrit. Þrátt fyrir varnarorð sinna nánustu ákveður Jenna að taka að sér stórt hlutverk í varúlfamynd enda veit hún sem er að fyrirbæri á borð við True Blood og Twillight hafa farið sigurför um heiminn. Vandamálið er að umrædd kvikmynd á að vera tekin upp á Íslandi yfir sumartímann. „Þetta verður auðvitað mjög erfitt því það er náttúrlega bjart nánast allan sólarhringinn um þetta leyti og þau geta aðeins tekið upp varúlfaatriði í eina mínútu á dag,“ útskýrir Carlock, sem tekur þetta atriði sérstaklega út í fjórðu seríunni. Ekki er hins vegar vitað til þess að tökulið frá 30 Rock hafi komið til Íslands enda eru þættirnir að mestu leyti gerðir í New York. -fgg
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira