Erlent

Inflúensan orðin að alheimsfaraldi

Mynd/AP
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint H1N1-inflúensuna sem alheimsfaraldur en þetta þýðir að flensan breiðast nú hratt út og í að minnsta kosti tveim heimsálfum.

Flensan greindist fyrst í Mexíkó í apríl en síðan þá hefur hún fundist í 74 löndum heimsins og eru tilfellin á Íslandi orðin þrjú.

Flestir sem veikjast fá einungis venjuleg flensueinkenni en þó hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfest 141 dauðsfall af völdum veikinnar.


Tengdar fréttir

WHO boðar til blaðamannafundar vegna flensunnar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur boðað til blaðamannafundar klukkan fjögur í dag um útbreiðslu inflúensuveirunnar í heiminum. Fastlega er búist við að alheimsfaraldri verð lýst yfir en miklar áhyggjur eru yfir ástandinu vegna fjölda tilfella sem hafa komið upp í Ástralíu undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×