Innlent

Mótmælt á Akureyri

MYND/Sindri Geir Óskarsson
Mótmæli eru hafin á ráðhústorginu á Akureyri, og er búið að kveikja eld á torginu. Valgerður Bjarnadóttir, einn mótmælenda, sagði að með þessu vildu þeir sína fólkinu sem nú mótmælir við alþingishúsið samstöðu. Og hún hvetur aðra landsmenn til þess að gera það sama.

„Við viljum gjarnan bera þessi skilaboð út um allt land. Að fólk hvar sem það er kveiki stjörnuljós og friðarblys og sýni þeim sem leggja sig í hættu í mótmælunum fyrir sunnan samstöðu,"

Valgerður segir um fimmtíu manns vera á ráðhústorginu, og þeim fari ört fjölgandi, en einungis er klukkustund síðan boðað var til mótmælanna. Lögregla mætti á svæðið fyrir stundu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×