Landsbankinn hefur gengið að veðum í BG Holding 5. febrúar 2009 18:51 Landsbanki Íslands hf. hefur gengið að veðum í BG Holding ehf. sem er gert í beinu framhaldi af beiðni um greiðslustöðvun sem send var enskum dómstóli í gær. Þetta kemur fram í skilanefnd frá Landsbankanum. Þar kemur jafnframt fram að Landsbanki Íslands hf. hafi skipað PricewaterhouseCoopers LLP sem tilsjónarmenn með veðunum. Í tilkynningu frá skilanefndinni kemur fram að Landsbanki Íslands sé ekki orðinn beinn eigandi bréfanna heldur er með þessu tryggt að ekki sé hægt að ráðstafa fjárfestingunum án samráðs við bankann. Þau veð sem um ræðir eru eignarhlutir BG Holding ehf. í eftirfarandi fyrirtækjum: · Matvöruversluninni Iceland Foods Group (13.73% hlutur) · Highland Group Holdings Limited sem rekur verslunarmiðstöðvar undir heitinu House of Fraser (34.90% hlutur) · Aurum Group sem rekur verslanir undir merkjum Goldsmiths, Mappin & Webb og Watches of Switzerland (37.75% hlutur) · Corporal Ltd sem á leikfangaverslanir Hamleys (63.7%) Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. tekur fram að: · Ekkert fyrirtæki á Bretlandseyjum hafi farið í greiðslustöðvun vegna aðgerða Landsbankans gagnvart BG Holding ehf. og þar að auki hafi aðgerðirnar ekki nein áhrif á lagastöðu eða starfsemi þeirra fyrirtækja sem eru í eigu BG Holding ehf. · Landsbanki Íslands hf. hafi tekið ákvörðun um að sækjast eftir greiðslustöðvun BG Holding ehf. í Englandi til þess að tryggja að bankinn hefði góða og örugga stjórn á greiðslustöðvunarferlinu. Með þessu nái bankinn að vernda þær bresku eignir sem eru í eigu BG Holding ehf, dótturfélagi Baugs Group hf. · Meirihluti hlutafjáreigna BG Holding ehf. sé í breskum fyrirtækjum sem reka verslanir undir mjög þekktum vörumerkjum. Landsbanki Íslands hf. sé sannfærður um að með aðgerðum sínum nái bankinn að slá skjaldborg um þessa eignarhluti og auka langtímaverðmæti eigna bankans, sem muni koma öllum kröfuhöfum bankans til góða. · Landsbanki Íslands hf. líti einnig svo á að með þessu sé bankinn að sýna í verki stuðning sinn við stjórnunarteymin í Iceland Foods, House of Fraser, Aurum og Hamleys. · Það sé einnig vert að leggja áherslu á að með aðgerðum sínum hafi Landsbanki Íslands hf. stigið skref í átt til stöðugleika fyrir þau fyrirtæki sem um ræðir. Það sé von bankans að stjórnendur fyrirtækjanna geti nú algjörlega einbeitt sér áfram að farsælum rekstri. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að það sé skýr fyrirætlun skilanefndar að selja engar eignir á undirverði og skilanefndin telji að það beri að líta á fjárfestingar BG Holding ehf. sem langtímaeignir sem munu skila auknu verðmæti til kröfuhafa bankans. Tengdar fréttir Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar þrátt fyrir að hafa sagt upp helmingi starfsmanna sinna á skrifstofunni í London samkvæmt frétt um málið í blaðinu Guardian í dag. 3. febrúar 2009 10:00 Jóhannes í Markaðnum Jóhannes Jónsson i Bónus verður gestur Björns Inga Hrafnssonar í Markaðnum á Stöð 2 í kvöld. Þar mun Jóhannes svara því hvort Baugsævintýrið sé á enda nú þegar að félagið hefur óskað eftir greiðslustöðvun 5. febrúar 2009 17:26 Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4. febrúar 2009 10:29 Búnir að missa Baug Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa misst Baug. „Ég held að það þurfi mjög mikið til að svo verði ekki," sagði Jóhannes sem var gestur Björns Inga í Markaðnum nú undir kvöld. 5. febrúar 2009 19:39 Glitnir gjaldfellir öll lán Baugs Skilanefnd Gamla Glitnis ákvað í dag að gjaldfella öll lán Baugs Group og tengdra félaga, segir í tilkynningu sem send var fjölmiðlum. Þar kemur fram að þetta hafi verið gert í framhaldi af ákvörðun skilanefndar Landsbanka Íslands hf. um að óska eftir greiðslustöðvun hjá BG Holding ehf., 4. febrúar 2009 21:47 Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4. febrúar 2009 09:35 Lárus segir að ekkert verði selt frá Baugi í Bretlandi Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans segir að ekki standi til að selja neinar af verslunum eða eigum Baugs í Bretlandi meðan á greiðslustöðvun félagsins stendur og hún gæti staðið árum saman. 4. febrúar 2009 13:19 Alveg gáttaður á ummælum Jóns Ásgeirs um aðkomu Davíðs "Ég er eiginlega alveg gáttaður á þessum orðum Jóns Ásgeirs enda eru þau fjarstæða," segir Lárus Finnbogasonm formaður skilanefndar Landsbankans um þau ummæli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að greiðslustöðvun Baugs sé runnin undan rifjum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. 4. febrúar 2009 14:30 Héraðsdómur tekur ósk Baugs fyrir á morgun Héraðsdómur Reykjavíkur mun á morgun taka fyrir ósk Baugs Group og nokkurra dótturfélaga þess að þeim verði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 5. febrúar 2009 12:43 Baugur og Straumur leita að kaupanda að Magasin du Nord Carsten Fensholt fjármálastjóri Magasin du Nord í Kaupmannahöfn segir að greiðslustöðvun Baugs hafi ekki bein áhrif á rekstur verslunarinnar. Hinsvegar leiti Baugur í samvinnu við Straum nú ákaft að kaupenda að versluninni. 4. febrúar 2009 10:49 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Landsbanki Íslands hf. hefur gengið að veðum í BG Holding ehf. sem er gert í beinu framhaldi af beiðni um greiðslustöðvun sem send var enskum dómstóli í gær. Þetta kemur fram í skilanefnd frá Landsbankanum. Þar kemur jafnframt fram að Landsbanki Íslands hf. hafi skipað PricewaterhouseCoopers LLP sem tilsjónarmenn með veðunum. Í tilkynningu frá skilanefndinni kemur fram að Landsbanki Íslands sé ekki orðinn beinn eigandi bréfanna heldur er með þessu tryggt að ekki sé hægt að ráðstafa fjárfestingunum án samráðs við bankann. Þau veð sem um ræðir eru eignarhlutir BG Holding ehf. í eftirfarandi fyrirtækjum: · Matvöruversluninni Iceland Foods Group (13.73% hlutur) · Highland Group Holdings Limited sem rekur verslunarmiðstöðvar undir heitinu House of Fraser (34.90% hlutur) · Aurum Group sem rekur verslanir undir merkjum Goldsmiths, Mappin & Webb og Watches of Switzerland (37.75% hlutur) · Corporal Ltd sem á leikfangaverslanir Hamleys (63.7%) Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. tekur fram að: · Ekkert fyrirtæki á Bretlandseyjum hafi farið í greiðslustöðvun vegna aðgerða Landsbankans gagnvart BG Holding ehf. og þar að auki hafi aðgerðirnar ekki nein áhrif á lagastöðu eða starfsemi þeirra fyrirtækja sem eru í eigu BG Holding ehf. · Landsbanki Íslands hf. hafi tekið ákvörðun um að sækjast eftir greiðslustöðvun BG Holding ehf. í Englandi til þess að tryggja að bankinn hefði góða og örugga stjórn á greiðslustöðvunarferlinu. Með þessu nái bankinn að vernda þær bresku eignir sem eru í eigu BG Holding ehf, dótturfélagi Baugs Group hf. · Meirihluti hlutafjáreigna BG Holding ehf. sé í breskum fyrirtækjum sem reka verslanir undir mjög þekktum vörumerkjum. Landsbanki Íslands hf. sé sannfærður um að með aðgerðum sínum nái bankinn að slá skjaldborg um þessa eignarhluti og auka langtímaverðmæti eigna bankans, sem muni koma öllum kröfuhöfum bankans til góða. · Landsbanki Íslands hf. líti einnig svo á að með þessu sé bankinn að sýna í verki stuðning sinn við stjórnunarteymin í Iceland Foods, House of Fraser, Aurum og Hamleys. · Það sé einnig vert að leggja áherslu á að með aðgerðum sínum hafi Landsbanki Íslands hf. stigið skref í átt til stöðugleika fyrir þau fyrirtæki sem um ræðir. Það sé von bankans að stjórnendur fyrirtækjanna geti nú algjörlega einbeitt sér áfram að farsælum rekstri. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að það sé skýr fyrirætlun skilanefndar að selja engar eignir á undirverði og skilanefndin telji að það beri að líta á fjárfestingar BG Holding ehf. sem langtímaeignir sem munu skila auknu verðmæti til kröfuhafa bankans.
Tengdar fréttir Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar þrátt fyrir að hafa sagt upp helmingi starfsmanna sinna á skrifstofunni í London samkvæmt frétt um málið í blaðinu Guardian í dag. 3. febrúar 2009 10:00 Jóhannes í Markaðnum Jóhannes Jónsson i Bónus verður gestur Björns Inga Hrafnssonar í Markaðnum á Stöð 2 í kvöld. Þar mun Jóhannes svara því hvort Baugsævintýrið sé á enda nú þegar að félagið hefur óskað eftir greiðslustöðvun 5. febrúar 2009 17:26 Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4. febrúar 2009 10:29 Búnir að missa Baug Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa misst Baug. „Ég held að það þurfi mjög mikið til að svo verði ekki," sagði Jóhannes sem var gestur Björns Inga í Markaðnum nú undir kvöld. 5. febrúar 2009 19:39 Glitnir gjaldfellir öll lán Baugs Skilanefnd Gamla Glitnis ákvað í dag að gjaldfella öll lán Baugs Group og tengdra félaga, segir í tilkynningu sem send var fjölmiðlum. Þar kemur fram að þetta hafi verið gert í framhaldi af ákvörðun skilanefndar Landsbanka Íslands hf. um að óska eftir greiðslustöðvun hjá BG Holding ehf., 4. febrúar 2009 21:47 Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4. febrúar 2009 09:35 Lárus segir að ekkert verði selt frá Baugi í Bretlandi Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans segir að ekki standi til að selja neinar af verslunum eða eigum Baugs í Bretlandi meðan á greiðslustöðvun félagsins stendur og hún gæti staðið árum saman. 4. febrúar 2009 13:19 Alveg gáttaður á ummælum Jóns Ásgeirs um aðkomu Davíðs "Ég er eiginlega alveg gáttaður á þessum orðum Jóns Ásgeirs enda eru þau fjarstæða," segir Lárus Finnbogasonm formaður skilanefndar Landsbankans um þau ummæli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að greiðslustöðvun Baugs sé runnin undan rifjum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. 4. febrúar 2009 14:30 Héraðsdómur tekur ósk Baugs fyrir á morgun Héraðsdómur Reykjavíkur mun á morgun taka fyrir ósk Baugs Group og nokkurra dótturfélaga þess að þeim verði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 5. febrúar 2009 12:43 Baugur og Straumur leita að kaupanda að Magasin du Nord Carsten Fensholt fjármálastjóri Magasin du Nord í Kaupmannahöfn segir að greiðslustöðvun Baugs hafi ekki bein áhrif á rekstur verslunarinnar. Hinsvegar leiti Baugur í samvinnu við Straum nú ákaft að kaupenda að versluninni. 4. febrúar 2009 10:49 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar þrátt fyrir að hafa sagt upp helmingi starfsmanna sinna á skrifstofunni í London samkvæmt frétt um málið í blaðinu Guardian í dag. 3. febrúar 2009 10:00
Jóhannes í Markaðnum Jóhannes Jónsson i Bónus verður gestur Björns Inga Hrafnssonar í Markaðnum á Stöð 2 í kvöld. Þar mun Jóhannes svara því hvort Baugsævintýrið sé á enda nú þegar að félagið hefur óskað eftir greiðslustöðvun 5. febrúar 2009 17:26
Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4. febrúar 2009 10:29
Búnir að missa Baug Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa misst Baug. „Ég held að það þurfi mjög mikið til að svo verði ekki," sagði Jóhannes sem var gestur Björns Inga í Markaðnum nú undir kvöld. 5. febrúar 2009 19:39
Glitnir gjaldfellir öll lán Baugs Skilanefnd Gamla Glitnis ákvað í dag að gjaldfella öll lán Baugs Group og tengdra félaga, segir í tilkynningu sem send var fjölmiðlum. Þar kemur fram að þetta hafi verið gert í framhaldi af ákvörðun skilanefndar Landsbanka Íslands hf. um að óska eftir greiðslustöðvun hjá BG Holding ehf., 4. febrúar 2009 21:47
Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4. febrúar 2009 09:35
Lárus segir að ekkert verði selt frá Baugi í Bretlandi Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans segir að ekki standi til að selja neinar af verslunum eða eigum Baugs í Bretlandi meðan á greiðslustöðvun félagsins stendur og hún gæti staðið árum saman. 4. febrúar 2009 13:19
Alveg gáttaður á ummælum Jóns Ásgeirs um aðkomu Davíðs "Ég er eiginlega alveg gáttaður á þessum orðum Jóns Ásgeirs enda eru þau fjarstæða," segir Lárus Finnbogasonm formaður skilanefndar Landsbankans um þau ummæli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að greiðslustöðvun Baugs sé runnin undan rifjum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. 4. febrúar 2009 14:30
Héraðsdómur tekur ósk Baugs fyrir á morgun Héraðsdómur Reykjavíkur mun á morgun taka fyrir ósk Baugs Group og nokkurra dótturfélaga þess að þeim verði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 5. febrúar 2009 12:43
Baugur og Straumur leita að kaupanda að Magasin du Nord Carsten Fensholt fjármálastjóri Magasin du Nord í Kaupmannahöfn segir að greiðslustöðvun Baugs hafi ekki bein áhrif á rekstur verslunarinnar. Hinsvegar leiti Baugur í samvinnu við Straum nú ákaft að kaupenda að versluninni. 4. febrúar 2009 10:49