Lífið

La Toya segir MJ hafa verið myrtan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
La Toya Jackson minnist Michaels ásamt Janet systur sinni og Paris Jackson, dóttur Michaels. Mynd/ AFP
La Toya Jackson minnist Michaels ásamt Janet systur sinni og Paris Jackson, dóttur Michaels. Mynd/ AFP
Michael Jackson var myrtur vegna peninga sinna, fullyrðir La Toya Jackson, systir hans í samtali við breska blaðið News of the World.

„Michael var myrtur. Og við teljum ekki að það hafi einn einstaklingur staðið að baki því. Þetta hefur verið samsæri á meðal margra manna. Ég er viss um að þetta snerist um peninga," segir La Toya og bendir á að Michael hafi verið rétthafi að tónlist fyrir marga milljarða.

„Ég veit hverjir gerðu þetta og ég verð ekki í rónni fyrr en ég góma þá," segir La Toya. Hún gaf þó ekki upp nöfn þeirra sem hún telur vera sekir í viðtalinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.