Innlent

Steingrímur leiðrétti Hörð Torfa

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hringdi í Hörð Torfason, fundarstjóra mótmælanna í gær, til að leiðrétta nokkur atriði sem komu fram í máli Harðar á fundinum. Þetta kemur fram á heimasíðu Láru Hönnu Einarsdóttur sem fór ásamt Herði á fund Steingríms og Indriða H. Þorlákssonar, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins.

Það sem þeim lá á hjarta var að leiðrétta þær fullyrðingar að Hollendingar og Bretar hefðu ekkert haft á móti því að gera Icesave samninganna opinbera. Steingrímur og Indriði sýndu þeim tölvupóst sem höfðu verið sendir milli Indriða og embættismanna í Hollandi og Bretlandi.

Í bréfunum kemur fram ósk Indriða um að þingnefndir fái afrit af samningunum. Bretarnir svara því til að mögulegt sé að fólk geti lesið skjalið inni á skrifstofu en afrit sé ekki leyfilegt. Undir þetta taka Hollendingarnir sem bæta því við að þeir hafi áhyggjur af því, ef allt verði gert opinbert, muni hellast yfir þá utanaðkomandi athugasemdir sem myndu flækja umræðuna. Þá leggja þeir áherslu á að ekki verði hægt að endursemja.

Færslu Láru má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×