Innlent

Gegn ólöglegum fiskveiðum

jón bjarnason
jón bjarnason

Jón Bjarnason, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði alþjóðasamning um aðgerðir hafríkja gegn ólöglegum fiskveiðum í Róm. Jón var þar staddur á aðalfundi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Samningurinn kveður á um að aðildarríki verða að loka höfnum sínum fyrir erlendum skipum sem uppvís hafa orðið að ólöglegum fiskveiðum.

Í ávarpi sínu á fundinum lagði ráðherra áherslu á mikilvægi þess að huga að hlut fiskveiða og landbúnaðar í þróunaraðstoð. - kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×