Nafn Jóhönnu var ekki að koma fram fyrst í dag 26. janúar 2009 21:25 Össur Skarphéðinsson. Geir Haarde var ekki að heyra hugmyndina um að gera Jóhönnu Sigurðardóttur að forsætisráðherra í fyrsta sinn í dag. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að Geir hafi áður heyrt nafn hennar nefnt í þessu sambandi. Geir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður sögðust bæði hafa heyrt möguleikann nefndan í dag, rétt áður en ríkisstjórnin féll. Geir sagðist í Kastljósinu fyrst hafa heyrt af því að Samfylkingin hefði krafist forsætisráðherra embættisins í gær og að nafn Jóhönnu hefði dúkkað upp í dag. Össur segir þetta ekki allskostar rétt. „Formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki að heyra nafn Jóhönnu nefnt í þessu sambandi í fyrsta skipti í dag en hinsvegar held ég að því hafi aldrei verið fleytt við varaformann Sjálfstæðisflokksins," segir Össur í samtali við Vísi. Aðspurður hvernig Össuri lítist á framhaldið segir hann: „Iðnaðarráðherra er með allra bjartsýnustu mönnum og ég er alltaf vongóður. Ég er sannfærður um að út úr þessu komi kraftmikil aðgerðarstjórn," segir Össur en bætir því við að hann viti ekki á þessu stigi hvernig hún muni líta út. „Það eru margir möguleikar í stöðunni, mikið af góðum hugmyndum en það hefur vantað kraftinn til þess að hrinda þeim í framkvæmd. Þann kraft erum við að reyna að kalla fram með því að bjóða fram okkar styrk til þess að verkstýra þeirri framkvæmd," segir ráðherrann. „Við þekkjum vandamálin, við vitum hver þau eru og við höfum ákveðnar lausnir. En það verður bara að segjast að það hefur reynst fjandanum erfiðara að hrinda þeim í framkvæmd með Sjálfstæðisflokknum," segir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, að lokum. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Geir Haarde var ekki að heyra hugmyndina um að gera Jóhönnu Sigurðardóttur að forsætisráðherra í fyrsta sinn í dag. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að Geir hafi áður heyrt nafn hennar nefnt í þessu sambandi. Geir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður sögðust bæði hafa heyrt möguleikann nefndan í dag, rétt áður en ríkisstjórnin féll. Geir sagðist í Kastljósinu fyrst hafa heyrt af því að Samfylkingin hefði krafist forsætisráðherra embættisins í gær og að nafn Jóhönnu hefði dúkkað upp í dag. Össur segir þetta ekki allskostar rétt. „Formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki að heyra nafn Jóhönnu nefnt í þessu sambandi í fyrsta skipti í dag en hinsvegar held ég að því hafi aldrei verið fleytt við varaformann Sjálfstæðisflokksins," segir Össur í samtali við Vísi. Aðspurður hvernig Össuri lítist á framhaldið segir hann: „Iðnaðarráðherra er með allra bjartsýnustu mönnum og ég er alltaf vongóður. Ég er sannfærður um að út úr þessu komi kraftmikil aðgerðarstjórn," segir Össur en bætir því við að hann viti ekki á þessu stigi hvernig hún muni líta út. „Það eru margir möguleikar í stöðunni, mikið af góðum hugmyndum en það hefur vantað kraftinn til þess að hrinda þeim í framkvæmd. Þann kraft erum við að reyna að kalla fram með því að bjóða fram okkar styrk til þess að verkstýra þeirri framkvæmd," segir ráðherrann. „Við þekkjum vandamálin, við vitum hver þau eru og við höfum ákveðnar lausnir. En það verður bara að segjast að það hefur reynst fjandanum erfiðara að hrinda þeim í framkvæmd með Sjálfstæðisflokknum," segir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, að lokum.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira