Úrslitastundin er í dag 26. janúar 2009 06:00 Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að Samfylkingin samþykki tuga milljarða króna niðurskurð í ríkisútgjöldum til viðbótar við áður ákveðinn niðurskurð, eigi ríkisstjórnin að starfa áfram. Það er í samræmi við samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar munu funda hvor í sínu lagi klukkan 10 í dag. Á fundunum verður framtíð stjórnarsamstarfsins rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma að í framhaldinu taki formenn flokkanna ákvörðun um það hvort stjórnarsamstarfinu verði haldið áfram. Sjálfstæðismenn vilja að samkomulag verði gert um aukinn niðurskurð á ríkisútgjöldum, en í dag er gert ráð fyrir yfir 150 milljarða króna halla á yfirstandandi ári. Samfylkingin hefur sett fram þrjú skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrsta skilyrðið er að stjórn og stjórnendur Seðlabankans víki. Einnig er þess krafist að aðgerðaáætlun um efnahagslífið og peningastjórnun verði hrundið af stað. Að lokum er sett það skilyrði að stjórnarskrá verði breytt fyrir kosningar í vor til að hægt verði að sækja um aðild að Evrópusambandinu í kjölfar kosninga. Fréttablaðið hefur heimildir úr báðum stjórnarflokkum fyrir því að að sameining Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabanka Íslands hafi verið langt komin seint á síðasta ári. Hún hafi verið fyrirhuguð um áramót. Þá hafi einnig verið fyrirhugað að samþykkja aukinn niðurskurð í ríkisfjármálum í takt við það sem Sjálfstæðismenn krefjist nú. Þá hafi uppstokkun í ríkisstjórn, og skipti á ráðuneytum milli stjórnarflokkanna átt að fara fram á sama tíma. Heimildir úr Sjálfstæðisflokki herma að forysta Samfylkingarinnar hafi viljað fresta breytingunum vegna veikinda Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Heimildarmenn í Samfylkingunni segja að sjálfstæðismenn hafi ekki viljað fara í breytingarnar af jafn miklum krafti og Samfylkingin og áhuginn því koðnað niður. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ekki mætti rasa um ráð fram með mögulega sameiningu FME og Seðlabankans, og að engum útfærslum hafi verið hafnað. Ingibjörg Sólrún segir að algjör forsenda fyrir sátt í samfélaginu sé að breytingar verði í Seðlabankanum. Björgvin G. Sigurðsson og Fjármálaeftirlitið hafi gengið á undan með góðu fordæmi og því hljóti sjónir manna að beinast að bankanum nú. Ingibjörg segir þá hugmynd hafa komið upp að Samfylkingin leiddi ríkisstjórnina. „Það gæti alveg verið ástæða til þess að skoða breytingar á verkstjórnarvaldi." Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að Samfylkingin samþykki tuga milljarða króna niðurskurð í ríkisútgjöldum til viðbótar við áður ákveðinn niðurskurð, eigi ríkisstjórnin að starfa áfram. Það er í samræmi við samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar munu funda hvor í sínu lagi klukkan 10 í dag. Á fundunum verður framtíð stjórnarsamstarfsins rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma að í framhaldinu taki formenn flokkanna ákvörðun um það hvort stjórnarsamstarfinu verði haldið áfram. Sjálfstæðismenn vilja að samkomulag verði gert um aukinn niðurskurð á ríkisútgjöldum, en í dag er gert ráð fyrir yfir 150 milljarða króna halla á yfirstandandi ári. Samfylkingin hefur sett fram þrjú skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrsta skilyrðið er að stjórn og stjórnendur Seðlabankans víki. Einnig er þess krafist að aðgerðaáætlun um efnahagslífið og peningastjórnun verði hrundið af stað. Að lokum er sett það skilyrði að stjórnarskrá verði breytt fyrir kosningar í vor til að hægt verði að sækja um aðild að Evrópusambandinu í kjölfar kosninga. Fréttablaðið hefur heimildir úr báðum stjórnarflokkum fyrir því að að sameining Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabanka Íslands hafi verið langt komin seint á síðasta ári. Hún hafi verið fyrirhuguð um áramót. Þá hafi einnig verið fyrirhugað að samþykkja aukinn niðurskurð í ríkisfjármálum í takt við það sem Sjálfstæðismenn krefjist nú. Þá hafi uppstokkun í ríkisstjórn, og skipti á ráðuneytum milli stjórnarflokkanna átt að fara fram á sama tíma. Heimildir úr Sjálfstæðisflokki herma að forysta Samfylkingarinnar hafi viljað fresta breytingunum vegna veikinda Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Heimildarmenn í Samfylkingunni segja að sjálfstæðismenn hafi ekki viljað fara í breytingarnar af jafn miklum krafti og Samfylkingin og áhuginn því koðnað niður. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ekki mætti rasa um ráð fram með mögulega sameiningu FME og Seðlabankans, og að engum útfærslum hafi verið hafnað. Ingibjörg Sólrún segir að algjör forsenda fyrir sátt í samfélaginu sé að breytingar verði í Seðlabankanum. Björgvin G. Sigurðsson og Fjármálaeftirlitið hafi gengið á undan með góðu fordæmi og því hljóti sjónir manna að beinast að bankanum nú. Ingibjörg segir þá hugmynd hafa komið upp að Samfylkingin leiddi ríkisstjórnina. „Það gæti alveg verið ástæða til þess að skoða breytingar á verkstjórnarvaldi."
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira