Innlent

Össur hittir forsætisráðherra Svía

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur ætlar á fund Svía. Mynd/ Anton.
Össur ætlar á fund Svía. Mynd/ Anton.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur í dag til Stokkhólms þar sem hann mun eiga fund með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar á morgun. Svíþjóð fer nú með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins og mun Össur fylgja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu úr hlaði á fundinum, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá munu þeir Bildt ræða umsóknarferlið og næstu skref.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×