Innlent

Allt að 350 störf gætu tapast með hækkun tryggingargjalds

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Grímur Atlason sveitarstjóri. Mynd/ Halldór.
Grímur Atlason sveitarstjóri. Mynd/ Halldór.
Um 300 - 350 störf á vegum sveitarfélaganna gætu tapast vegna hækkunar tryggingargjalds, segir Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð. Grímur bendir á að við þá hækkun tryggingargjalds sem nú sé rætt um aukist álögur á sveitarfélögin um 1200 milljónir króna á næsta ári.

„Það þýðir 1200 m.kr. í lakari þjónustu. Það eru því í kringum 300 til 350 störf sem hugsanlega tapast vegna þessa. Það er nefnilega þannig að sveitarfélögin geta illa skorið meira niður án þess að segja upp fólki. Þau eru komin nú þegar inn að beini," segir Grímur á vefsíðu sinni.

Grímur bendir á að í Dalabyggð þýði hækkun tryggingargjalds yfir tveggja milljóna króna útgjaldaraukningu fyrir sveitarfélagið. Það hljómi kannski sem smáaurar en fyrir lítið sveitarfélaga með takmarkaðar tekjur sé það umtalsvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×