Innlent

Röng skilaboð til lánardrottna

hamarshöggum fækkar  Fjármálasérfræðingar óttast að skattur sem eigi að leggjast á erlend fjármálafyrirtæki skili sér í auknum vaxtaálögum íslenskra fyrirtækja. Fréttablaðið/pjetur
hamarshöggum fækkar Fjármálasérfræðingar óttast að skattur sem eigi að leggjast á erlend fjármálafyrirtæki skili sér í auknum vaxtaálögum íslenskra fyrirtækja. Fréttablaðið/pjetur

Sérfræðingar á fjármálamarkaði gagnrýna stjórnarfrumvarp sem liggur fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis og kveður á um fimmtán prósenta skatt á vaxtagreiðslur til erlendra aðila.

Skatturinn fellur á vexti lána sem erlendir lánardrottnar hafa veitt íslenskum fyrirtækjum.

Viðmælendur Markaðarins segja þetta senda erlendum lánardrottnum röng skilaboð og geta reynst íslenskum fyrirtækjum stórhættuleg við núverandi aðstæður. Þau vanti sárlega fjármagn og séu mörg tæknilega gjaldþrota.

Þeir óttast að fari frumvarpið óbreytt í gegnum nefndina megi reikna með að skattaálögurnar leggist ofan á lán til fyrirtækja hér og innlendir aðilar beri á endanum byrðarnar.

Þá segja aðrir hættu á að erlend fjármálafyrirtæki snúi einfaldlega baki við íslenskum fyrirtækjum, sem séu rúin trausti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

„Við erum að skoða málið. Gagnrýnin er eitt af þeim atriðum sem við munum skoða fyrir aðra umræðu málsins,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar og kveður niðurstöðu fást í málinu fyrir vikulokin. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×