Lífið

Gibson kveður lærisvein sinn Ledger

Mel Gibson fékk Heath Ledger til að leika son sinn í kvikmyndinni The Patriot árið 2000. Hann sér mikið eftir leikaranum sem lést 2008.
Mel Gibson fékk Heath Ledger til að leika son sinn í kvikmyndinni The Patriot árið 2000. Hann sér mikið eftir leikaranum sem lést 2008.

Mel Gibson notaði tækifærið í áramótahefti Entertainment Weekly til að kveðja vin sinn, Heath Ledger. Leikarinn ungi lést af völdum ofneyslu lyfja á árinu sem var að líða. Kvikmyndaheimurinn stóð seinna á öndinni yfir frammistöðu hans í The Dark Knight en þar fór Ástralinn á kostum sem Jókerinn. Gibson uppgötvaði Ledger og fékk hann í kvikmyndina The Patriot. Þar lék Ledger son hans og segir Gibson að áheyrnarprufan hafi verið rosaleg. „Okkur langaði bara til að vera þarna allan daginn og horfa á hann leika,“ segir Gibson.

Hann bætir því við að honum hafi þótt Ledger minna eilítið á sjálfan sig á þessum aldri. Krafturinn hafi verið mikill en að sama skapi var ekki mikið til að beisla hann. „Mig langaði til að segja honum að slaka aðeins á og reyna að fara vel með sjálfan sig,“ útskýrir Gibson.

Gibson sagðist sjá mikið eftir Ledger; ekki síst vegna þess að þar hafi miklum hæfileikum verið kastað á glæ. Hann hafi verið við það að stíga næsta skref á ferli sínum. „Ég beið spenntur eftir að sjá hvað Ledger myndi gera næst,“ segir Mel Gibson í áramótaræðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.