Innlent

Hellisheiði lokuð vegna bílslyss

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um bílslys í Hveradalabrekku á Hellisheiði fyrir stundu. Slysið er til móts við Skíðaskálann en ekki er vitað um meiðsl á fólki en slysið mun vera alvarlegt.

Hellisheiði hefur verið lokað vegna slyssins og fljúgandi hálka er á svæðinu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um þrjú slys að ræða en allir bílarnir fóru útaf veginum.

Tvö slysin eru minniháttar en eitt er talið alvarlegt. Heiðin verður lokuð um óákveðin tíma að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×