Innlent

Hér verða allir að sitja við sama borð

Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdarstjóri Samta Iðnaðarins.
Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdarstjóri Samta Iðnaðarins. MYND/STEFÁN

Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdarstjóra Samtaka Iðnaðarins segir að því verði ekki unað ef afgreiða eigi vanda einnar atvinnugreinar eða einstakra fyrirtækja með öðrum hætti eða á kostnað annarra. Hér verði allir að sitja við sama borð.

Vísar hann þar til orða Árna Johnsen alþingismanns um niðurfellingu skulda útgerðarinnar og fréttaflutnings síðustu vikna af viðræðum LÍÚ við bankana um framvirka gjaldmiðlasamninga.

Þetta kemur fram í frétt á vef Samtaka Iðnaðarins.

„Allt kapp verður að leggja á að við það uppbyggingarstarf sem í hönd fer verði þessi gætt að jafnræðis sé að fullu gætt milli atvinnugreina og fyrirtækja.

Stjórnvöld gera þessar kröfur til fjármálafyritækja sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2. desember um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Sömu megin sjónarmið hljóta að gilda hjá skilanefndum föllnu bankanna þriggja. Annað er óásættanlegt" segir Jón Steindór á vef samtakanna.




Tengdar fréttir

Afskrifa þarf skuldir í sjávarútvegi

Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir öruggt mál að afskrifa þurfi hluta af skuldum í sjávarútvegi. Hann segir aldrei hægt að koma því þannig fyrir að jafnt gangi yfir alla en vill að megin línan verði sú að menn njóti sama réttar. Hann segir bankana hafa valdið sér vonbrigðum. Þeir vinni of hægt og málin þurfi að klára sem fyrst. Óvissa sé slæm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×