Erlent

Hundur át sprengiefni í Afganistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hundur í herþjónustu. Þetta er þó ekki sá sem greint er frá í fréttinni.
Hundur í herþjónustu. Þetta er þó ekki sá sem greint er frá í fréttinni.

Betur fór en á horfðist þegar sprengjuleitarhundur á vegum breska hersins í Afganistan át sprengiefni sem hann fann við vegkant í nágrenni Camp Bastion-búðanna í Helmand-héraðinu í síðustu viku. Hundurinn, sem heitir Toby, var fluttur í skyndi með þyrlu til búðanna þar sem honum voru gefin lyfjakol og fleira en hann var þá farinn að fá krampaköst. Sólarhring síðar hafði Toby náð sér að fullu og er nú eins sprækur og hann var áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×