Lífið

Peter Andre fær nýjan raunveruleikaþátt

Peter Andre hefur fellt mörg tár yfir sambandsslitunum. Á þessum myndum má sjá þegar hann tók á móti móður sinni er hún kom frá Ástralíu til London stuttu eftir sambandsslitin.
Peter Andre hefur fellt mörg tár yfir sambandsslitunum. Á þessum myndum má sjá þegar hann tók á móti móður sinni er hún kom frá Ástralíu til London stuttu eftir sambandsslitin.
Peter Andre virðist vera fóta sig vel eftir skilnaðinn við Katie Price, betur þekkta sem Jordan. Nú hefur hann fengið sinn eigin raunveruleikaþátt á ITV2 sjónvarpsstöðinni.

Í kvöld var frumsýnd heimildamynd um sambandslitin þar sem Pete er fylgt eftir. Myndin ber heitið Going It Alone, eða Fer þetta einn, eins og titillinn myndi hljóma þýddur á okkar ástkæra og ylhýra. Í þeirri mynd sést Pete brotna niður og háskæla, alls tíu sinnum.

Nú lítur út fyrir að breskir sjónvarpsáhorfendur komi til með að sjá Peter oftar á skjánum. Forsvarsmenn ITV2 sjónvarpsstöðvarinnar, voru svo hrifnir af heimildamyndinni að þeir buðu honum að vera með sinn eigin þátt sem mun bera heitið: The Next Chapter og hefst í október. Þátturinn mun svo vera sýndur í sex vikur til að byrja með.

Það er ljóst að Peter er að ná sér ágætlega niður á Jordan en nýlega sá hún til þess að honum yrði meinaður aðgangur í partý á vegum ITV sjónvarpsstöðvarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.