Innlent

Hættuleg klifurgrind fjarlægð

Klifurgrind á leikssvæði við Engidalsskóla í Hafnarfirði þar sem átta ára stúlka var hætt komin í fyrradag hefur verið tekin niður. Stúlkan sem var að leik í klifurgrindinni festist með reiðhjólahjálminn sinn á milli rimlanna og var nærri köfnuð.

Faðir stúlkunnar mældi bilið á milli rimlanna og það mældist 19 sentimetrar. Forvarnahús segir það ólöglegt og bilið þurfi að minnsta kosti að vera 23 sentimetrar. Garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar Björn Hilmarsson segir að klifurgrindin hafi verið tekin niður strax og fréttir af þessu hafi borist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×