Innlent

Rólegt meðan frost er á markaði

Torgi í bili. Ekki verður byrjað að byggja fyrr en það liggur fyrir hverjir munu starfa í húsunum.
Torgi í bili. Ekki verður byrjað að byggja fyrr en það liggur fyrir hverjir munu starfa í húsunum.
Hægt gengur að vinna í skipulagsmálum á Hljómalindarreitnum. Hugmynd að reitnum var kynnt síðasta haust en til stendur að rífa og færa til öll hús, utan þriggja, á Laugavegi og niður á Hverfisgötu sem eru milli Smiðjustígs og Klapparstígs. Áætlað er að verslanir, veitingastaðir, hótel og skrifstofur verði í nýju húsunum.

„Það voru skiptar skoðanir um þessa tillögu en svo fengum við að sjá núna í sumar hvernig borgin vill sjá þetta," segir Benedikt Sigurðsson, stjórnarformaður Festa ehf. sem vinnur að hugmyndinni.

„Næsta skref er að arkitekt haldi áfram að þróa þetta í samstarfi við skipulagsyfirvöld. Þetta er allt í rólegheitum á meðan menn eru að átta sig hvernig þróun verður á markaðnum," segir Benedikt.

Hann segir fólk í verslunarrekstri vera hikandi vegna ástandsins. Fyrirtækjaeigendur sem hyggjast starfa í byggingunum verði að ákveða mörg ár fram í tímann hvaða starfsemi þeir ætli að hafa þar. Því verði ekki farið að byggja fyrr en það liggur fyrir hverjir munu starfa í húsunum.

„Haldið verður áfram að vinna að skipulagsvinnunni í rólegheitunum og því var ákveðið að byrja á því að snyrta svæðið af því við erum ekki að sjá að þetta byrji næstu eitt eða tvö árin." Upphaflega áttu framkvæmdir að klárast árið 2012.- vsp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×