Innlent

Tekist á um ályktun sjálfstæðismanna á Selfossi

Frá Selfossi.
Frá Selfossi.
Sjálfstæðismenn á Selfossi takast á um ályktun sem stjórn sjálfstæðisfélagsins Óðins í bæjarfélaginu sendi frá sér í gær. Þar var skorað á nýja frambjóðendur að gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi sem fer fram 14. mars. Almenn og víðtæk krafa um breytingar og lýðræðislegar umbætur kalli á endurnýjun á framboðslistum.

Með ályktunni fylgdi jafnframt texti þar sem sagði að forsvarsmenn flokksins í kjördæminu telji mikilvægt að endurnýjun verði í forystu flokksins og þingmannaliði. Ljóst sé að þær breytingar muni ekki ná fram að ganga nema nýtt fólk gefi kost á sér.

Þorsteinn Þorsteinsson, formaður félagsins, sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki kannast við deilur meðal sjálfstæðismanna um ályktun stjórnar félagsins. Hann sagði að ályktunin hafi verið samþykkt af stjórnarmönnum ýmist í gegnum tölvupóst eða símleiðis.

Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélaginu, sagði í samtali við fréttstofu eðlilegt að málið verði rætt á vettvangi stjórnar félagsins. Að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um málið.

Stjórn Óðins hyggst koma saman annað kvöld og ræða efni ályktunarinnar.


Tengdar fréttir

Sjálfstæðismenn á Selfossi vilja breytingar

Sjálfstæðisfélagið Óðinn á Selfossi skorar á nýja frambjóðendur til þess að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Forsvarsmenn flokksins í kjördæminu telja að mikilvægt sé að það verði endurnýjun í forystu flokksins og þingmannaliði. Ljóst sé að þær breytingar nái ekki fram að ganga, nema nýtt fólk gefi kost á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×