Lífið

Auðunn datt út í Tallinn

Auðunn datt út í Tallinn.
Auðunn datt út í Tallinn.
Líkt og Vísir sagði frá í morgun hóf sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal leik á Pokerstarsmóti í Tallinn í Lettlandi í dag. Auðunn samdi á dögunum við Pokerstars.com um að taka þátt í völdum mótum á þeirra vegum og var þetta það fyrsta í röðinni. Mikið af stjörnum eru á mótinu en af Audda er það að frétta að hann er dottinn út.

Fyrir þá sem þekkja til pókersins er stutt á milli þess að græða helling og detta skyndilega út. Auðunn var kaldur á mótinu og lagði allt undir, fyrir flopp eins og það er kallað. Hann var með tvo gosa á hendi.

Upphafsveðmálið var 100 en Auðunn hækkaði upp í 500. Hinn svokallaði Litli blindur gerði gott betur og endurhækkaði upp í 1500, hann var með Ás og kóng á hendi.

Auðunn ákvað þá að setja allt undir með 5900 spilapeninga en Litli blindur sá veðmálið, þ.e.a.s hann jafnaði það sem Auðunn lagði undir. Heppnin var ekki með Audda í liði því í borðið kom Ás, og tveir Ásar vinna tvo gosa.

Það var því ljóst að Auðunn er úr leik þrátt fyrir mjög góða frammistöðu.




Tengdar fréttir

Auddi byrjaður að spila með stjörnunum í Tallinn

Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal er byrjaður að spila á Pokerstarsmóti sem haldið er í Tallinn í Eistlandi. Þar etur hann kappi við nokkra af frægustu pókerspilurum heimsins. Líkt og komið hefur fram í fréttum hefur Auðunn samið við Pokerstars.com um að taka þátt í völdum mótum á þeirra vegum og er þetta mót það fyrsta í röðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.