Styttri fæðingarorlof eða lægri greiðslur 29. nóvember 2009 19:04 Verðandi foreldrar munu standa frammi því vali að stytta fæðingarorlof sitt um mánuð eða þiggja sautján prósenta lægri greiðslu frá fæðingarorlofssjóði. Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði verða skertar um 1200 milljónir á næsta ári. Fyrir fáeinum dögum stóð til að gera þ að með því að lækka hámarksgreiðslur til foreldra úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund og að greiðslurnar yrðu aldrei hærri en 75 prósent af launum yfir 200 þúsundum. Frá þessum áformum hefur verið horfið. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um mánuð. Þennan eina mánuð getur foreldri nýtt sér þegar barnið er tveggja eða þriggja ára. Yrði þá foreldraorlof sem þyrfti að taka í samráði við vinnuveitanda. Hugnist foreldrum ekki sú leið stendur þeim til boða að taka fullt orlof en greiðslur úr fæðingarorlofssjóði munu þó skerðast um einn mánuð. Þessi eini mánuður verður tekinn af þeim þremur mánuðum sem foreldrar eiga nú sameiginlega. 17% lægri greiðslur Tökum dæmi af einstæðri móður sem fær 250 þúsund krónur úr fæðingarorlofssjóði. Þetta þýðir að hún getur valið á milli þess að vera fimm mánuði með nýfæddu barni sínu eða taka fulla sex mánuði, þar sem greiðslurnar eru 17% lægri en gildandi lög kveða á um. „Málið er það ef þessi kona er tekjulág þá tekur hún ákvörðun og velur sex mánuði. Hennar fæðingarorlof skerðist tiltillögu lítið því hún er það tekjulág því verið að verja þann hóp. Sé hún aftur á móti í þeim aðstæðum að hún geti fundið aðrar leiðir út úr þessu og velja að fresta einum mánuði þá velur hún það," segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður félags- tryggingamálanefndar Alþingis. Mynd/GVA Illa ígrundaðar tillögur Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndirnar illa ígrundaðar, ekki sé horft til barnanna sjálfra né aukinn kostnað sveitarfélaga, sem þurfi væntanlega að greiða meira í niðurgreiðslu til dagmæðra. Einhver þarf jú að sinna blessuðum börnunum. „Mér finnst í rauninni makalaust hvernig ríkisstjórnin er að fara inn í fæðingarorlofið. Þessi ríkisstjórn sem færði jafnréttismálin inn í forsætisráðuneytið til að undirstrika mikilvægi jafnréttismála en síðan er það eina sem henni dettur í hug í niðurskurði er að fara inn í fæðingarorlofssjóðinn í þriðja sinn," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sá sér ekki fært að veita viðtal vegna málsins en þau skilaboð bárust frá henni að búið væri að taka þá ákvörðun að vinna eftir þeim hugmyndum að stytta fæðingarorlof og vinna við frumvarp þess efnis hefjist á allra næstu dögum. Tengdar fréttir Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29. nóvember 2009 12:09 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sjá meira
Verðandi foreldrar munu standa frammi því vali að stytta fæðingarorlof sitt um mánuð eða þiggja sautján prósenta lægri greiðslu frá fæðingarorlofssjóði. Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði verða skertar um 1200 milljónir á næsta ári. Fyrir fáeinum dögum stóð til að gera þ að með því að lækka hámarksgreiðslur til foreldra úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund og að greiðslurnar yrðu aldrei hærri en 75 prósent af launum yfir 200 þúsundum. Frá þessum áformum hefur verið horfið. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um mánuð. Þennan eina mánuð getur foreldri nýtt sér þegar barnið er tveggja eða þriggja ára. Yrði þá foreldraorlof sem þyrfti að taka í samráði við vinnuveitanda. Hugnist foreldrum ekki sú leið stendur þeim til boða að taka fullt orlof en greiðslur úr fæðingarorlofssjóði munu þó skerðast um einn mánuð. Þessi eini mánuður verður tekinn af þeim þremur mánuðum sem foreldrar eiga nú sameiginlega. 17% lægri greiðslur Tökum dæmi af einstæðri móður sem fær 250 þúsund krónur úr fæðingarorlofssjóði. Þetta þýðir að hún getur valið á milli þess að vera fimm mánuði með nýfæddu barni sínu eða taka fulla sex mánuði, þar sem greiðslurnar eru 17% lægri en gildandi lög kveða á um. „Málið er það ef þessi kona er tekjulág þá tekur hún ákvörðun og velur sex mánuði. Hennar fæðingarorlof skerðist tiltillögu lítið því hún er það tekjulág því verið að verja þann hóp. Sé hún aftur á móti í þeim aðstæðum að hún geti fundið aðrar leiðir út úr þessu og velja að fresta einum mánuði þá velur hún það," segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður félags- tryggingamálanefndar Alþingis. Mynd/GVA Illa ígrundaðar tillögur Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndirnar illa ígrundaðar, ekki sé horft til barnanna sjálfra né aukinn kostnað sveitarfélaga, sem þurfi væntanlega að greiða meira í niðurgreiðslu til dagmæðra. Einhver þarf jú að sinna blessuðum börnunum. „Mér finnst í rauninni makalaust hvernig ríkisstjórnin er að fara inn í fæðingarorlofið. Þessi ríkisstjórn sem færði jafnréttismálin inn í forsætisráðuneytið til að undirstrika mikilvægi jafnréttismála en síðan er það eina sem henni dettur í hug í niðurskurði er að fara inn í fæðingarorlofssjóðinn í þriðja sinn," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sá sér ekki fært að veita viðtal vegna málsins en þau skilaboð bárust frá henni að búið væri að taka þá ákvörðun að vinna eftir þeim hugmyndum að stytta fæðingarorlof og vinna við frumvarp þess efnis hefjist á allra næstu dögum.
Tengdar fréttir Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29. nóvember 2009 12:09 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sjá meira
Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29. nóvember 2009 12:09