Erlent

Misþyrmdi 13 ára gamalli stjúpdóttur

Danskir lögreglumenn.
Danskir lögreglumenn.

Karlmaður á fimmtugsaldri í danska bænum Mou er grunaður um að hafa misþyrmt 13 ára gamalli stjúpdóttur sinni, lamið hana, reynt að drekkja henni og þvinga hana inn i hundabúr. Málið var til meðferðar í dönskum dómstólum í dag. Þar báru ættingjar stúlkunnar vitni um ofbeldi mannsins.

Stjúpfaðirinn, Jens-Henrik Thorsens, sem er uppeldismenntaður, neitar því að hafa misþyrmt stúlkunni. Hann útskýrir áverka sem stúlkan hlaut með því að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða og hafi meðal annars átt erfitt með að standa í fæturnar. Hún hafi jafnframt slegið sjálfa sig reglulega þannig að hún hlaut mar af. Hann viðurkennir þó að hafa skipað henni að halda sig í geymslurými heimilis þeirra tímunum saman.

Samkvæmt ákæru gegn manninum er hann grunaður um að hafa haldið höfði stúlkunnar í vatni í allt að tíu sekúndur í senn ef hún grét og að hafa geymt hana í hundabúri um stundarsakir þegar að hún lét illa. Meðferð málsins fyrir dómstólum verður haldið áfram á morgun og þá munu nágrannar mannsins bera vitni.

Það var danska Extrabladet sem greindi frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×