Fer huldu höfði til að forðast fósturforeldra 7. janúar 2009 18:46 Fjórtán ára stúlka hefur farið huldu höfði í Reykjavík síðustu daga til að komast hjá því að fara til fósturforeldra á Austurlandi. Barnaverndaryfirvöld hafa komið í fylgd lögreglu til að sækja stúlkuna. Foreldrar hennar saka yfirvöld um valdníðslu. Langur aðdragandi er að þessu máli, eins og mörgum öðrum barnaverndarmálum, en upphafið að því má rekja til meintrar vanrækslu foreldranna og meints ósiðlegs athæfis á heimilinu. Fyrir tæpu ári féll dómur í Hæstarétti sem kvað á um að stúlkunni skyldi komið fyrir í styrkt fóstur í eitt ár, en það þýðir að foreldrar eru sviptir forsjá barnsins tímabundið og því komið fyrir á fósturheimili hjá öðru fólki. Stúlkan var send austur á land þar sem hún dvaldi meirihluta síðasta árs. Í desember kom hún heim til foreldra sinna í jólaleyfi og neitaði að því loknu að fara frá þeim. Þau treysta sér ekki til að senda hana frá sér gegn vilja hennar. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda komu til að sækja stúlkuna um síðustu helgi á umsömdum brottfarardegi, en þurftu frá að hverfa vegna einarðrar afstöðu stúlkunnar um að fara hvergi. Tveimur dögum síðar komu starfsmenn barnaverndarnefndar á ný, en þá í fylgd lögreglu. Foreldrarnir læstu videóleigunni sem þau reka og segja að illa hafi verið komið fram. Nú hefur þeim borist bréf um að auglýst verði eftir stúlkunni í fjölmiðlum komi hún ekki fram af sjálfsdáðum og lögreglu verði gert að leita að henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu grípa barnaverndarnefndir ekki til þvingunaraðgerða nema búið sé að reyna til þrautar að ná lendingu í málum. Auk þess er fullyrt að mál sem fari fyrir dóm hafi í langflestum tilvikum verið lengi í farvatninu. Forsjársvipting sé þrautalending. Það sem flækir þetta mál enn frekar er að stúlkan, sem átti aðeins 10 daga eftir af vistunartímanum, verður 15 ára 17. janúar. Þá verður hún sjálfstæður aðili að eigin máli, sem þýðir að hún getur verið með eigin lögmann og hennar eigin sjónarmið vega þyngra fyrir dómi. Bókuð hefur verið tillaga um að stúlkan fari í varanlegt fóstur til 18 ára aldurs, en ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Fjórtán ára stúlka hefur farið huldu höfði í Reykjavík síðustu daga til að komast hjá því að fara til fósturforeldra á Austurlandi. Barnaverndaryfirvöld hafa komið í fylgd lögreglu til að sækja stúlkuna. Foreldrar hennar saka yfirvöld um valdníðslu. Langur aðdragandi er að þessu máli, eins og mörgum öðrum barnaverndarmálum, en upphafið að því má rekja til meintrar vanrækslu foreldranna og meints ósiðlegs athæfis á heimilinu. Fyrir tæpu ári féll dómur í Hæstarétti sem kvað á um að stúlkunni skyldi komið fyrir í styrkt fóstur í eitt ár, en það þýðir að foreldrar eru sviptir forsjá barnsins tímabundið og því komið fyrir á fósturheimili hjá öðru fólki. Stúlkan var send austur á land þar sem hún dvaldi meirihluta síðasta árs. Í desember kom hún heim til foreldra sinna í jólaleyfi og neitaði að því loknu að fara frá þeim. Þau treysta sér ekki til að senda hana frá sér gegn vilja hennar. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda komu til að sækja stúlkuna um síðustu helgi á umsömdum brottfarardegi, en þurftu frá að hverfa vegna einarðrar afstöðu stúlkunnar um að fara hvergi. Tveimur dögum síðar komu starfsmenn barnaverndarnefndar á ný, en þá í fylgd lögreglu. Foreldrarnir læstu videóleigunni sem þau reka og segja að illa hafi verið komið fram. Nú hefur þeim borist bréf um að auglýst verði eftir stúlkunni í fjölmiðlum komi hún ekki fram af sjálfsdáðum og lögreglu verði gert að leita að henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu grípa barnaverndarnefndir ekki til þvingunaraðgerða nema búið sé að reyna til þrautar að ná lendingu í málum. Auk þess er fullyrt að mál sem fari fyrir dóm hafi í langflestum tilvikum verið lengi í farvatninu. Forsjársvipting sé þrautalending. Það sem flækir þetta mál enn frekar er að stúlkan, sem átti aðeins 10 daga eftir af vistunartímanum, verður 15 ára 17. janúar. Þá verður hún sjálfstæður aðili að eigin máli, sem þýðir að hún getur verið með eigin lögmann og hennar eigin sjónarmið vega þyngra fyrir dómi. Bókuð hefur verið tillaga um að stúlkan fari í varanlegt fóstur til 18 ára aldurs, en ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira