Fer huldu höfði til að forðast fósturforeldra 7. janúar 2009 18:46 Fjórtán ára stúlka hefur farið huldu höfði í Reykjavík síðustu daga til að komast hjá því að fara til fósturforeldra á Austurlandi. Barnaverndaryfirvöld hafa komið í fylgd lögreglu til að sækja stúlkuna. Foreldrar hennar saka yfirvöld um valdníðslu. Langur aðdragandi er að þessu máli, eins og mörgum öðrum barnaverndarmálum, en upphafið að því má rekja til meintrar vanrækslu foreldranna og meints ósiðlegs athæfis á heimilinu. Fyrir tæpu ári féll dómur í Hæstarétti sem kvað á um að stúlkunni skyldi komið fyrir í styrkt fóstur í eitt ár, en það þýðir að foreldrar eru sviptir forsjá barnsins tímabundið og því komið fyrir á fósturheimili hjá öðru fólki. Stúlkan var send austur á land þar sem hún dvaldi meirihluta síðasta árs. Í desember kom hún heim til foreldra sinna í jólaleyfi og neitaði að því loknu að fara frá þeim. Þau treysta sér ekki til að senda hana frá sér gegn vilja hennar. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda komu til að sækja stúlkuna um síðustu helgi á umsömdum brottfarardegi, en þurftu frá að hverfa vegna einarðrar afstöðu stúlkunnar um að fara hvergi. Tveimur dögum síðar komu starfsmenn barnaverndarnefndar á ný, en þá í fylgd lögreglu. Foreldrarnir læstu videóleigunni sem þau reka og segja að illa hafi verið komið fram. Nú hefur þeim borist bréf um að auglýst verði eftir stúlkunni í fjölmiðlum komi hún ekki fram af sjálfsdáðum og lögreglu verði gert að leita að henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu grípa barnaverndarnefndir ekki til þvingunaraðgerða nema búið sé að reyna til þrautar að ná lendingu í málum. Auk þess er fullyrt að mál sem fari fyrir dóm hafi í langflestum tilvikum verið lengi í farvatninu. Forsjársvipting sé þrautalending. Það sem flækir þetta mál enn frekar er að stúlkan, sem átti aðeins 10 daga eftir af vistunartímanum, verður 15 ára 17. janúar. Þá verður hún sjálfstæður aðili að eigin máli, sem þýðir að hún getur verið með eigin lögmann og hennar eigin sjónarmið vega þyngra fyrir dómi. Bókuð hefur verið tillaga um að stúlkan fari í varanlegt fóstur til 18 ára aldurs, en ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Fjórtán ára stúlka hefur farið huldu höfði í Reykjavík síðustu daga til að komast hjá því að fara til fósturforeldra á Austurlandi. Barnaverndaryfirvöld hafa komið í fylgd lögreglu til að sækja stúlkuna. Foreldrar hennar saka yfirvöld um valdníðslu. Langur aðdragandi er að þessu máli, eins og mörgum öðrum barnaverndarmálum, en upphafið að því má rekja til meintrar vanrækslu foreldranna og meints ósiðlegs athæfis á heimilinu. Fyrir tæpu ári féll dómur í Hæstarétti sem kvað á um að stúlkunni skyldi komið fyrir í styrkt fóstur í eitt ár, en það þýðir að foreldrar eru sviptir forsjá barnsins tímabundið og því komið fyrir á fósturheimili hjá öðru fólki. Stúlkan var send austur á land þar sem hún dvaldi meirihluta síðasta árs. Í desember kom hún heim til foreldra sinna í jólaleyfi og neitaði að því loknu að fara frá þeim. Þau treysta sér ekki til að senda hana frá sér gegn vilja hennar. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda komu til að sækja stúlkuna um síðustu helgi á umsömdum brottfarardegi, en þurftu frá að hverfa vegna einarðrar afstöðu stúlkunnar um að fara hvergi. Tveimur dögum síðar komu starfsmenn barnaverndarnefndar á ný, en þá í fylgd lögreglu. Foreldrarnir læstu videóleigunni sem þau reka og segja að illa hafi verið komið fram. Nú hefur þeim borist bréf um að auglýst verði eftir stúlkunni í fjölmiðlum komi hún ekki fram af sjálfsdáðum og lögreglu verði gert að leita að henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu grípa barnaverndarnefndir ekki til þvingunaraðgerða nema búið sé að reyna til þrautar að ná lendingu í málum. Auk þess er fullyrt að mál sem fari fyrir dóm hafi í langflestum tilvikum verið lengi í farvatninu. Forsjársvipting sé þrautalending. Það sem flækir þetta mál enn frekar er að stúlkan, sem átti aðeins 10 daga eftir af vistunartímanum, verður 15 ára 17. janúar. Þá verður hún sjálfstæður aðili að eigin máli, sem þýðir að hún getur verið með eigin lögmann og hennar eigin sjónarmið vega þyngra fyrir dómi. Bókuð hefur verið tillaga um að stúlkan fari í varanlegt fóstur til 18 ára aldurs, en ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira