Erlent

Fyrsta mannskæða gulusóttin síðan 1966 í Argentínu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gulusótt berst með moskítóflugum milli manna.
Gulusótt berst með moskítóflugum milli manna.

Fyrstu mannskæðu gulusóttartilfellin síðan 1966 eru komin upp í Argentínu og er nú unnið hörðum höndum að því að bólusetja á aðra milljón manna sem búa á svæði nálægt landamærum Brasilíu og talið er að séu berskjaldaðir gagnvart sjúkdómnum.

Þetta gerist í kjölfar þess að bóndi nokkur dó úr sjúkdómnum en kveikjan að honum er veira sem moskítóflugur bera milli fólks. Gulusótt er yfirleitt ekki banvæn nema veiran sé sérstaklega skæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×