Sigmundur smalaði ekki á átakafund 7. janúar 2009 16:49 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skipulagshagfræðingur og formannsframbjóðandi. ,,Það var búið að vara mig við því að það væri von á átökum á þessum Reykjavíkurfundi en ég átti ekki von á því að þetta gengi svona fyrir sig. Ég hefði haldið að í hátt í 100 ára gömlum flokki væri ekki svona mikil óvissa um hvernig hlutirnir færu fram," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, um mikinn hitafund Framsóknarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Hann segist ekki hafa staðið á bak við eða tengjast smölun á fundinn. 70 nýskráningar skömmu fyrir fund Fjölmargir mættu á fundinn í gær þar sem tekist var á um hvaða fulltrúar félagsins munu hafa kosningarétt á flokksþinginu sem fer fram um miðjan mánuðinn. Skömmu fyrir fundinn var inntökubeiðnum rúmlega 70 einstaklinga skilað inn á skrifstofu flokksins. Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að þekktir kosningasmalar hafi beitt sér að mikilli hörku í aðdraganda og á sjálfum fundinum. Þeir eru að hennar sögn ekki stuðningsmenn Páls Magnússonar sem líkt Sigmundur gefið kost sér sem formaður. Óánægðir flokksmenn settu saman nýjan lista Sigmundur segist hafa grennslast fyrir um málið í dag og hallast að því óánægðir flokksmenn hafi sett saman nýja tillögu að lista yfir þingfulltrúa fyrir flokksþingið eftir að hafa séð tillögu stjórnar félagsins. Sjálfur segist hann hafa verið búinn að sjá listann fyrir fundinn í gær. Að lokum var seint í gærkvöldi samþykkt tillaga um að kjósa fimm manna nefnd til þess að setja saman lista yfir 125 þingfulltrúa fyrir hönd félagsins. Sigmundur kveðst ánægður með niðurstöðuna og þá sátt sem skapaðist um hana eftir hressileg átök á fundinum. Átök í Kópavogi í kvöld? Framsóknarfélag Kópavogs hyggst velja þingfulltrúa sína á fundi í kvöld. Sigmundur vonast til þess að sá fundur verði rólegri og laus við átök ólíkt fundinum í gær. Flokksþing Framsóknarflokksins fer fram dagana 16. til 18. janúar. Fimm hafa gefið kost sér í embætti formanns, en það eru: Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Lúðvík Gizurarson, Páll Magnússon og Jón Vigfús Guðjónsson. Tengdar fréttir Harkaleg átök í Framsóknarflokknum ,,Það er ekkert óeðlilegt við það að nýir menn gangi í flokkinn eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Guðmundur Steingrímsson og sjálfsagt að þeim fylgi eitthvað fólk. Ég geri til að mynda fastlega ráð fyrir að fjölskylda og vinir fylgi Sigmundi en þetta var auðvitað öðruvísi gjörningur," segir Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og fyrrum þingmaður. 7. janúar 2009 14:31 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
,,Það var búið að vara mig við því að það væri von á átökum á þessum Reykjavíkurfundi en ég átti ekki von á því að þetta gengi svona fyrir sig. Ég hefði haldið að í hátt í 100 ára gömlum flokki væri ekki svona mikil óvissa um hvernig hlutirnir færu fram," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, um mikinn hitafund Framsóknarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Hann segist ekki hafa staðið á bak við eða tengjast smölun á fundinn. 70 nýskráningar skömmu fyrir fund Fjölmargir mættu á fundinn í gær þar sem tekist var á um hvaða fulltrúar félagsins munu hafa kosningarétt á flokksþinginu sem fer fram um miðjan mánuðinn. Skömmu fyrir fundinn var inntökubeiðnum rúmlega 70 einstaklinga skilað inn á skrifstofu flokksins. Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að þekktir kosningasmalar hafi beitt sér að mikilli hörku í aðdraganda og á sjálfum fundinum. Þeir eru að hennar sögn ekki stuðningsmenn Páls Magnússonar sem líkt Sigmundur gefið kost sér sem formaður. Óánægðir flokksmenn settu saman nýjan lista Sigmundur segist hafa grennslast fyrir um málið í dag og hallast að því óánægðir flokksmenn hafi sett saman nýja tillögu að lista yfir þingfulltrúa fyrir flokksþingið eftir að hafa séð tillögu stjórnar félagsins. Sjálfur segist hann hafa verið búinn að sjá listann fyrir fundinn í gær. Að lokum var seint í gærkvöldi samþykkt tillaga um að kjósa fimm manna nefnd til þess að setja saman lista yfir 125 þingfulltrúa fyrir hönd félagsins. Sigmundur kveðst ánægður með niðurstöðuna og þá sátt sem skapaðist um hana eftir hressileg átök á fundinum. Átök í Kópavogi í kvöld? Framsóknarfélag Kópavogs hyggst velja þingfulltrúa sína á fundi í kvöld. Sigmundur vonast til þess að sá fundur verði rólegri og laus við átök ólíkt fundinum í gær. Flokksþing Framsóknarflokksins fer fram dagana 16. til 18. janúar. Fimm hafa gefið kost sér í embætti formanns, en það eru: Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Lúðvík Gizurarson, Páll Magnússon og Jón Vigfús Guðjónsson.
Tengdar fréttir Harkaleg átök í Framsóknarflokknum ,,Það er ekkert óeðlilegt við það að nýir menn gangi í flokkinn eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Guðmundur Steingrímsson og sjálfsagt að þeim fylgi eitthvað fólk. Ég geri til að mynda fastlega ráð fyrir að fjölskylda og vinir fylgi Sigmundi en þetta var auðvitað öðruvísi gjörningur," segir Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og fyrrum þingmaður. 7. janúar 2009 14:31 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Harkaleg átök í Framsóknarflokknum ,,Það er ekkert óeðlilegt við það að nýir menn gangi í flokkinn eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Guðmundur Steingrímsson og sjálfsagt að þeim fylgi eitthvað fólk. Ég geri til að mynda fastlega ráð fyrir að fjölskylda og vinir fylgi Sigmundi en þetta var auðvitað öðruvísi gjörningur," segir Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og fyrrum þingmaður. 7. janúar 2009 14:31