Efast um ávinning af fyrirhugaðri sameiningu 7. janúar 2009 17:01 Starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga efast um fjárhagslegan ávinning af fyrirhugaðri sameiningu sjúkrastofnana á Norðurlandi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á starfsmannafundi í dag. Ályktunin fer hér eftir: „Fjölmennur starfsmannafundur Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga haldinn 7. janúar 2009 átelur harðlega þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við kynningu og innleiðingu fyrirhugaðra breytinga á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Við undrumst hinn mikla hraða. Lítill tími er gefinn til samráðs þar sem vinnuhópar eiga að skila tillögum 19. janúar. Við teljum ámælisvert að fagleg rök fyrir sameiningunni koma ekki fram, skortur er á samráði og upplýsingagjöf þar sem fagaðilar og stjórnendur fengu ekkert að koma að gerð þessara tillagna. Í ljósi fyrri reynslu af sameiningu heilbrigðisstofnana setjum við fram efasemdir um fjárhagslegan ávinning af fyrirhugaðri sameiningu á Norðurlandi. Um er að ræða gríðarlega stórt landsvæði, miklar vegalengdir og óáreiðanlegt veðurfar. Við höfum miklar áhyggjur af gæðum þjónustu og öryggi skjólstæðinga á okkar svæði. Við teljum að áform um að fækka sjúkradeildum og vaktsvæðum geti aukið kostnað fyrir sjúklinga og dregið úr öryggi þeirra. Við leggjum mikla áherslu á að þeir vinnuhópar sem skipaðir verða til að vinna frekar að sameiningunni, hafi á að skipa fagfólki á sviði lækninga og hjúkrunar frá hverri stofnun fyrir sig. Ekki einungis fjármálasérfræðingum, enda vert að minnast þess að heilbrigðisþjónusta snýst fyrst og fremst um lækningar og hjúkrun. Ef til fyrirhugaðrar sameiningar kemur teljum við mikilvægt að stjórn nýrrar stofnunar verði ekki skipuð núverandi stjórnendum einnar stofnunar, svo þeir séu ekki markaðir af sjónarmiðum þeirrar stofnunar frekar en annarra. Teljum við eðlilegt að slíkar stöður verði auglýstar ef til kemur. Ef aukið vald verður flutt frá ráðuneyti til stofnana, líkt og fram kemur í tillögunum, spyrjum við hvort það þýði flutning starfa eða embætta frá ráðuneyti, Landlæknisembættinu eða öðrum sem hafa það hlutverk að sinna stjórnun og stefnumótun í heilbrigðiskerfinu, til stofnana úti á landi. Á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga starfar áhugasamur og samstilltur hópur sem er tilbúinn að takast á við hvaða verkefni sem er." Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga efast um fjárhagslegan ávinning af fyrirhugaðri sameiningu sjúkrastofnana á Norðurlandi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á starfsmannafundi í dag. Ályktunin fer hér eftir: „Fjölmennur starfsmannafundur Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga haldinn 7. janúar 2009 átelur harðlega þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við kynningu og innleiðingu fyrirhugaðra breytinga á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Við undrumst hinn mikla hraða. Lítill tími er gefinn til samráðs þar sem vinnuhópar eiga að skila tillögum 19. janúar. Við teljum ámælisvert að fagleg rök fyrir sameiningunni koma ekki fram, skortur er á samráði og upplýsingagjöf þar sem fagaðilar og stjórnendur fengu ekkert að koma að gerð þessara tillagna. Í ljósi fyrri reynslu af sameiningu heilbrigðisstofnana setjum við fram efasemdir um fjárhagslegan ávinning af fyrirhugaðri sameiningu á Norðurlandi. Um er að ræða gríðarlega stórt landsvæði, miklar vegalengdir og óáreiðanlegt veðurfar. Við höfum miklar áhyggjur af gæðum þjónustu og öryggi skjólstæðinga á okkar svæði. Við teljum að áform um að fækka sjúkradeildum og vaktsvæðum geti aukið kostnað fyrir sjúklinga og dregið úr öryggi þeirra. Við leggjum mikla áherslu á að þeir vinnuhópar sem skipaðir verða til að vinna frekar að sameiningunni, hafi á að skipa fagfólki á sviði lækninga og hjúkrunar frá hverri stofnun fyrir sig. Ekki einungis fjármálasérfræðingum, enda vert að minnast þess að heilbrigðisþjónusta snýst fyrst og fremst um lækningar og hjúkrun. Ef til fyrirhugaðrar sameiningar kemur teljum við mikilvægt að stjórn nýrrar stofnunar verði ekki skipuð núverandi stjórnendum einnar stofnunar, svo þeir séu ekki markaðir af sjónarmiðum þeirrar stofnunar frekar en annarra. Teljum við eðlilegt að slíkar stöður verði auglýstar ef til kemur. Ef aukið vald verður flutt frá ráðuneyti til stofnana, líkt og fram kemur í tillögunum, spyrjum við hvort það þýði flutning starfa eða embætta frá ráðuneyti, Landlæknisembættinu eða öðrum sem hafa það hlutverk að sinna stjórnun og stefnumótun í heilbrigðiskerfinu, til stofnana úti á landi. Á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga starfar áhugasamur og samstilltur hópur sem er tilbúinn að takast á við hvaða verkefni sem er."
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira