Enski boltinn

Arsenal segist geta sannað sakleysi Fabregas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabregas sést hér á vellinum í atvikinu umdeilda.
Fabregas sést hér á vellinum í atvikinu umdeilda. Nordic Photos/Getty Images

Stjórnarformaður Arsenal, Peter Hill-Wood, segir félagið eiga í sínum fórum myndband sem sanni sakleysi Spánverjans Cesc Fabregas.

Fabregas hefur verið kærður fyrir ósæmilega hegðun eftir leik Arsenal og Hull í bikarnum. Fabregas var meiddur í leiknum kom inn á völlinn eftir leik.

Hann er kærður fyrir að hafa farið inn á völlinn sem og fyrir að hafa hrækt á aðstoðarþjálfara Hull í göngunum.

„Við erum með myndband af atvikinu í göngunum sem við létum enska knattspyrnusambandið fá. Ég hef ekki séð það en Wenger hefur séð það og segir að þetta sé blásið upp úr öllu valdi. Þetta sé bara rugl," sagði Hill-Wood.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×