Innlent

Fleiri en 300 manns á mótmælum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hörður Torfason, einn forystumanna Radda fólksins og fundarstjóri mótmælanna í dag.
Hörður Torfason, einn forystumanna Radda fólksins og fundarstjóri mótmælanna í dag. Anton Brink

Um 300 til 400 manns voru viðstaddir mótmælafund Radda fólksins þegar mest var. Fundurinn hófst klukkan 15 á Austurvelli og lauk rúmum hálftíma síðar.

Að sögn fréttamanns sem fylgdist með fundinum var ágætlega tekið undir í ræðunum, en rólegt hafi verið yfir mótmælunum að öðru leyti. Eina truflunin sem orðið hafi á fundahöldunum var þegar hvellrakettur voru sprengdar yfir miðbænum með tilheyrandi hávaða.

Að loknum fundinum hóf fólk að týnast burt og ekki var útlit fyrir að mótmæli héldu áfram.

Tengdar fréttir

Raddir fólksins á Austurvelli í dag

Samtökin Raddir fólksins undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu standa fyrir útifundi á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Þetta er þrítugasti fundurinn sem samtökin standa fyrir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.