Íslenskar konur sýna Sultan áhuga Breki Logason skrifar 23. október 2009 17:30 Sultan Kosen á Hótel Loftleiðum í dag. Mynd/Pjetur Hæsti maður heims, Sultan Kösen, hefur vakið stormandi lukku hér á landi. Risinn lenti á Íslandi seint í gærkvöldi og fór beint upp á hótel þar sem hann svaf úr sér flugþreytuna. Hann hefur síðan verið að kynna Heimsmetabók Guiness í dag og hitti meðal annars blaðamenn á Hótel Loftleiðum. Samkvæmt heimildum Vísis hafa nokkrar íslenskar konur haft samband við útgefanda bókarinnar og lýst yfir áhuga á að hitta þennan magnaða mann. Sultan er hér á vegum Forlagsins sem gefur út Heimsmetabók Guiness. Á blaðamannafundi í dag sagðist Sultan kunna vel við land og þjóð, enda hefði verið vel tekið á móti honum þann stutta tíma sem hann hefur dvalið hér á landi. Hann hefur einnig sjálfur sagt að hann sé ánægður með þá athygli sem hann hefur fengið í kjölfar þess að heimsmetið fékk staðfest. Hann sér ákveðna möguleika í því að verða frægur. Þannig eigi hann auðveldara með að komast í kynni við stúlkur, en hann dreymir um að verða ástfanginn og eignast konu. Vísir sagði frá því í gær að einstæðar konur sem séu veikar fyrir hávöxnum mönnum ættu því að sjá sér leik á borði og mæta í Smáralindina á morgun, þar sem Sultan mun árita bókina. Ekki stóð á viðbrögðum. Samkvæmt því sem Vísir kemst næst hafa þó nokkrar konur haft samband við Forlagið og óskað eftir því að fá að hitta risann. Ekki fylgdi þó sögunni hvort Forlagsmenn hefðu tekið niður nöfn og númer og fært risanum. Annars var Sultan í skýjunum með sérsmíðaðan stól og rúm sem hann fékk upp á herbergi til sín. Hann sagðist hafa ferðast til margra landa undanfarið og yfirleitt hefði nokkrum rúmum verið splæst saman. Þessi þjónusta hefði náð nýjum hæðum og hann hefði sofið eins og engill í alla nótt. Helst vildi hann fá að taka stólinn með sér þegar hann yfirgefur landið. Hótel Loftleiðir hafa einnig ákveðið að halda herbergi Sultans óbreyttu og nefna það í höfuðið á risanum. Gestir hótelsins eiga því kost á því í framtíðinni að leigja herbergið sem risinn svaf í. Þar geta þeir sest í stólinn og hoppað í rúminu. Þess ber að geta að Sultan verður gestur hjá Loga í Beinni á Stöð 2 í kvöld. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Hæsti maður heims, Sultan Kösen, hefur vakið stormandi lukku hér á landi. Risinn lenti á Íslandi seint í gærkvöldi og fór beint upp á hótel þar sem hann svaf úr sér flugþreytuna. Hann hefur síðan verið að kynna Heimsmetabók Guiness í dag og hitti meðal annars blaðamenn á Hótel Loftleiðum. Samkvæmt heimildum Vísis hafa nokkrar íslenskar konur haft samband við útgefanda bókarinnar og lýst yfir áhuga á að hitta þennan magnaða mann. Sultan er hér á vegum Forlagsins sem gefur út Heimsmetabók Guiness. Á blaðamannafundi í dag sagðist Sultan kunna vel við land og þjóð, enda hefði verið vel tekið á móti honum þann stutta tíma sem hann hefur dvalið hér á landi. Hann hefur einnig sjálfur sagt að hann sé ánægður með þá athygli sem hann hefur fengið í kjölfar þess að heimsmetið fékk staðfest. Hann sér ákveðna möguleika í því að verða frægur. Þannig eigi hann auðveldara með að komast í kynni við stúlkur, en hann dreymir um að verða ástfanginn og eignast konu. Vísir sagði frá því í gær að einstæðar konur sem séu veikar fyrir hávöxnum mönnum ættu því að sjá sér leik á borði og mæta í Smáralindina á morgun, þar sem Sultan mun árita bókina. Ekki stóð á viðbrögðum. Samkvæmt því sem Vísir kemst næst hafa þó nokkrar konur haft samband við Forlagið og óskað eftir því að fá að hitta risann. Ekki fylgdi þó sögunni hvort Forlagsmenn hefðu tekið niður nöfn og númer og fært risanum. Annars var Sultan í skýjunum með sérsmíðaðan stól og rúm sem hann fékk upp á herbergi til sín. Hann sagðist hafa ferðast til margra landa undanfarið og yfirleitt hefði nokkrum rúmum verið splæst saman. Þessi þjónusta hefði náð nýjum hæðum og hann hefði sofið eins og engill í alla nótt. Helst vildi hann fá að taka stólinn með sér þegar hann yfirgefur landið. Hótel Loftleiðir hafa einnig ákveðið að halda herbergi Sultans óbreyttu og nefna það í höfuðið á risanum. Gestir hótelsins eiga því kost á því í framtíðinni að leigja herbergið sem risinn svaf í. Þar geta þeir sest í stólinn og hoppað í rúminu. Þess ber að geta að Sultan verður gestur hjá Loga í Beinni á Stöð 2 í kvöld.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira