Erlent

Fylgismenn og andstæðingar Ahmadinejad tókust á

Stuðningsmenn Mahmoud Ahmadinejad, sitjandi forseta. Mynd/AP
Stuðningsmenn Mahmoud Ahmadinejad, sitjandi forseta. Mynd/AP Mynd/AP
Stuðningsmönnum og andstæðingum Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseta, lenti saman í höfuðborginni Teheran í gærkvöldi. Forsetakosningar í Íran fara fram í næstu viku.

Fylgismenn annars vegar forsetans og hins vegar umbótasinnans Mehdi Karoubi, sem einnig gefur kost á sér í kosningunum, tókust á Sarv-torginu í Teheran. Kveikt var í nokkrum bílum í látunum og þurfti lögregla að tvístra hinum andstæðu fylkingum í sundur.

Ahmadinejad og Karoubi mættust í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi þar sem þeir ræddu allt frá utanríkismálum til efnahagsmála. Forsetakosningarnar verða 12. júní næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×