Innlent

Féll af palli bíls vegna fíflaláta

Maður féll af palli bíls í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Samkvæmt lögreglunni skall hann með höfuðið í götuna og fékk skurð á höfuð auk þess sem hann vankaðist.

Þeir sem voru með hinum slasaða fluttu hann sjálfir á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til aðhlynningar.

Samkvæmt lögreglunni var um fíflalæti að ræða sem enduðu með slysinu.

Alls var tilkynnt um fimm umferðaróhöpp í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Enginn ökumannanna varð fyrir teljandi meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×