Innlent

Átján ára lést á knattspyrnuæfingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Átján ára piltur varð bráðkvaddur á knattspyrnuæfingu hjá íþróttafélagi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þetta staðfesta forsvarsmenn ÍR í samtali við Vísi.

Fram kemur á fréttavef DV að pilturinn hafi hnigið niður á fótboltaæfingu en látist í sjúkrabifreið á leiðinni á Landspítalann. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall.

Aðstandendur verða með minningarstund um piltinn í ÍR heimilinu klukkan átta í kvöld.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×