Heppin að eiga góða mömmu 5. október 2009 06:00 Segir skemmtilegra að hanna á karlmenn en konur því karlatíska sé óplægður akur enn. fréttablaðið/anton Sigrún Halla Unnarsdóttir lauk nýverið BA-námi í fatahönnun við Designskolen Kolding í Danmörku og leggur nú stund á meistaranám við sama skóla. Útskriftarverkefni hennar vakti nokkra athygli, en Sigrún Halla valdi að hanna skrautlegar flíkur á karlmenn. Innblásturinn sótti hún til þriggja vinkvenna sinna með það að markmiði að skapa hinn fullkomna mann fyrir hverja og eina. „Í þessi þrjú ár sem ég hef lagt stund á fatahönnun stóð ég mig oft að því að hanna frekar flíkur á karlmenn heldur en konur. Ég held að það sé vegna þess að það er svo margt sem enn á eftir að gera á karla og það er auðvelt að brjóta reglur og koma með eitthvað nýtt,“ segir Sigrún Halla. Aðspurð segist hún sauma allt sjálf, en hún hafi þó fengið ómetanlega hjálp frá móður sinni þegar kom að því að sauma flíkurnar fyrir útskriftarverkefnið. „Það er mjög takmörkuð saumakennsla sem fer fram í náminu og saumakunnátta var til dæmis ekki ein af kröfunum fyrir inngöngu í skólann. Ég er bara svo heppin að eiga mjög handlagna mömmu sem kenndi mér allt sem ég kann og sem kom alla leið til Kolding og hjálpaði mér með útskriftarverkefnið.“ Fatalínan sem Sigrún Halla hannaði hefur vakið jákvæð viðbrögð meðal fólks en hún segir flíkurnar þó ekki til sölu. „Ég vil gjarnan koma þessu í sölu en ég hef einfaldlega ekki haft tíma til að sauma fleiri flíkur enn sem komið er,“ útskýrir hún. Sigrún Halla segir framtíðina enn óráðna, en segir drauminn að geta unnið sem fatahönnuður hér á landi. „Mér líður mjög vel á Íslandi og hér er mikið að gerast bæði í fatahönnun og hönnun almennt þannig ég vona að ég geti unnið hér í framtíðinni, en svo veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“ - sm Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Sjá meira
Sigrún Halla Unnarsdóttir lauk nýverið BA-námi í fatahönnun við Designskolen Kolding í Danmörku og leggur nú stund á meistaranám við sama skóla. Útskriftarverkefni hennar vakti nokkra athygli, en Sigrún Halla valdi að hanna skrautlegar flíkur á karlmenn. Innblásturinn sótti hún til þriggja vinkvenna sinna með það að markmiði að skapa hinn fullkomna mann fyrir hverja og eina. „Í þessi þrjú ár sem ég hef lagt stund á fatahönnun stóð ég mig oft að því að hanna frekar flíkur á karlmenn heldur en konur. Ég held að það sé vegna þess að það er svo margt sem enn á eftir að gera á karla og það er auðvelt að brjóta reglur og koma með eitthvað nýtt,“ segir Sigrún Halla. Aðspurð segist hún sauma allt sjálf, en hún hafi þó fengið ómetanlega hjálp frá móður sinni þegar kom að því að sauma flíkurnar fyrir útskriftarverkefnið. „Það er mjög takmörkuð saumakennsla sem fer fram í náminu og saumakunnátta var til dæmis ekki ein af kröfunum fyrir inngöngu í skólann. Ég er bara svo heppin að eiga mjög handlagna mömmu sem kenndi mér allt sem ég kann og sem kom alla leið til Kolding og hjálpaði mér með útskriftarverkefnið.“ Fatalínan sem Sigrún Halla hannaði hefur vakið jákvæð viðbrögð meðal fólks en hún segir flíkurnar þó ekki til sölu. „Ég vil gjarnan koma þessu í sölu en ég hef einfaldlega ekki haft tíma til að sauma fleiri flíkur enn sem komið er,“ útskýrir hún. Sigrún Halla segir framtíðina enn óráðna, en segir drauminn að geta unnið sem fatahönnuður hér á landi. „Mér líður mjög vel á Íslandi og hér er mikið að gerast bæði í fatahönnun og hönnun almennt þannig ég vona að ég geti unnið hér í framtíðinni, en svo veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“ - sm
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Sjá meira